ecofont

Ecofont er leturgerð sem hönnuð er með þann tilgang að leiðarljósi að draga úr notkun á prentdufti/bleki. Leturgerðin er öll með litlum gegnsæjum doppum í letrinu sem gerir það að verkum að sparnaður á dufti/bleki getur verið allt að 50%. Þegar prentað er með venjulegri leturstærð (8-14 pt) að þá sjást ekki punktarnir þar sem þeir eru svo smáir og því tilvalið að nota þessa leturgerð þegar prentað er út.

Ecofont er til staðar í öllum tölvuverum HÍ.

Þú getur sett inn ecofont á tölvuna þína og þannig notað hann þegar þú vilt spara prentduft/blek. Svona setur þú ecofont á vélina þína (Windows):

1) Náðu í leturgerðina með því að smella á takkann hér að neðan:
Smelltu hér til að sækja ecofont

2) Opnið möppuna þar sem skráin vistaðist og hægrismellið á hana (ecofont_vera_sans_regular.ttf) og veljið síðan "Install":
Hægrismellið á skránna og veljið "Install"

3) Næst þegar þið prentið út og viljið spara duft/blek þá veljið textann í skjalinu og breytið leturgerðinni í ecofont áður en prentað er. Hér að neðan er þetta gert í Word en hægt er að nota leturgerðina í hvaða hugbúnaði sem er eftir að búið er að setja hana inn:
Veljið ecofont

Hér að neðan má sjá hvernig ecofont lítur út þegar leturgerðin er lögð undir stækkunargler:
Svona virkar ecofont

Nánar má lesa um ecofont á vefsíðunni: http://www.ecofont.com