Notendanöfn og lykilorð

Mikilvægar upplýsingar um lykilorð
Breyta lykilorði
Týnt eða gleymt lykilorð
Tveggja þátta auðkenning
Notandanafn og/eða lykilorð virkar ekki
Umsóknarferli fyrir nýnema
Aðgangur að UTS eftir brautskráningu

NotendanöfnNotendanöfn

Nemendur:

Notendanöfn nemenda samanstanda af þrem til fjórum bókstöfum og svo tölustöfum þar fyrir aftan. Ástæðan fyrir þessu vali á notendanöfnum er til að gera notendum kleift að halda sínum aðgangi eftir útskrift og UTS þarf þannig aldrei að endurnýta notendanöfn.

Nemendur geta ekki breytt notendanöfnum sínum nema í algjörum undantekningar tilvikum og þá þurfa að vera vel rökstuddar ástæður fyrir því að breytingin gangi í gegn.

Eftir að nemandi hættir námi hjá HÍ án brautskráningar lokast á allan aðgang hans á einhverjum tímapunkti án viðvörunar. 

Athugið: Útskrifaðir nemendur sem hafa notandanafn sem samanstendur af 3-4 bókstöfum og tölustaf munu halda notandanafn sínu eftir brautskráningu. Hér má lesa nánar um brautskráningu nemenda og það sem í boði er eftir brautskráningu.

Starfsmenn:

Starfsmenn geta í upphafi valið sér notandanafn og þarf sú beiðni að koma frá skrifstofu um leið og umsókn um starfmann berst til UTS.

Breyting á notendanöfnum er ekki æskileg hjá starfsmönnum. Við breytingu á notandanafni fer í gang nokkuð flókin aðgerð þar sem það þarf að breyta notandanafninu í mörgum kerfum UTS og því má búast við einhverjum erfiðleikum í upphafi. En starfsmönnum stendur það þó til boða en UTS vill að það sé ljóst að búast má við einhverjum erfiðleikum fyrstu dagana.

Þegar starfsmaður hættir hjá HÍ ber viðkomandi deild/stofnun/svið ábyrgð á að loka notendanafni starfsmanns í gegnum Uglu. Notandi missir strax aðgang að öllum kerfum Háskólans. Ekki er greitt fyrir notanda frá lokun.

Gott er að láta viðkomandi vita um lokunina áður en þessi aðgerð er gerð svo hægt sé að taka afrit af gögnum.

Lykilorð

Lykilorð

Lykilorð hvers notanda er hans eigið og ekki má gefa það upp né láta einhvern  annan nota sinn aðgang. Ef grunur leikur á að einhver hafi komist yfir lykilorðið skal breyta því strax í Uglu.

Ef notandi hefur gleymt eða týnt lykilorði þarf að útbúa nýtt.

Reglur um lykilorð:

Verða að vera minnst 8 stafir
Verða að innihalda minnst 1 tölustaf
Verða að innihalda minnst 1 (lítinn) bókstaf
Verða að innihalda minnst 1 (Stóran) bókstaf
Lykilorð má ekki innihalda nafn eða notandanafn
Sértákn og íslenskir stafir eru leyfðir