Litaprentun í Árnagarði, Háskólatorgi og Stakkahlíð

Litaprentara og skanna má finna í tölvuverum Háskólatorgs og Stakkahlíðar, auk litaprentara í tölvuveri Árnagarðs, 3. hæð.

Hér á eftir fara leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig á að nota prentarann í HT-204 en sömu leiðbeiningar er hægt að nota fyrir Árnagarð og Stakkahlíð, nema þá heita prentararnir:

  • Árnagarður
    • Svarthvítur prentari: ag1laser (Monochrome)
    • Litaprentari: ag2color (Color)
  • Stakkahlíð:
    • Svarthvítur prentari: HP LaserJet (svart/hvít prentun)
    • Litaprentari: HP Color LaserJet (litaprentun)

Ef þið viljið nota tækið til að skanna þá kíkið á þessar leiðbeiningar.
ATHUGIÐ: Hvert blað sem prentað er út í lit kostar 5 einingar. Svarthvítt blað kostar 1 einingu.

Þó að um eitt tæki sé að ræða þá virkar hann eins og tveir prentarar. Annar er svart-hvítur prentari (ht-2vprint00) sem er sjálfgefinn í tölvunum, en hinn er litaprentari (Litaprentun / Color Printing).

1. Þegar þið smellið á "Print" í einhverju forriti þá opnast gluggi sem líkist þessum hér að neðan. Hérna efst veljið þið hvort þið viljið prenta svarthvítt (ht-2vprint00) eða í lit (Litaprentun / Colorprint).

Print

ATH. að ef þið ætlið ykkur að prenta út fleiri en eina síðu og hluti er í lit og hinn hlutinn er í svarthvítu þá margborgar sig að prenta þetta í sitthvoru lagi svo þið þurfið ekki að borga litaprentun á síður sem einungis innihalda texta.

2. Dæmið hér að neðan sýnir hvernig þið t.d. prentið 20 síðna skjal þar sem Allar síður skjalsins eru bara með texta (svarthvítar) nema síður 11 og 16.

  • Fyrst skulum við prenta svart/hvítar síður.
  • Veljið prentarann "ht-2vprint00".
  • Hakið við "Pages" í "Page Range" og sláið þar inn "1-10, 12-15, 17-20" og smellið á "OK" (þetta má skrifa á ýmsan hátt. t.d. hefði ég getað skrifað 1-10, 12, 13, 14, 15, 17-20)

Print svart/hvítt ht-2vprint00
 

  • Því næst prentum við þessar tvær síður sem eru í lit.
  • Þar veljum við litaprentarann "Litaprentun / Colorprint" og merkjum við Pages og veljum síður 11 og 16 með því að skrifa "11, 16".

Print Litaprentun / Color printing

 

  • Núna ertu búin(n) að prenta út skjalið og lágmarka kostnaðinn. Til að lækka kostnaðinn enn meira er hægt að prenta margar síður á hvert blað. Það er þó rukkað fyrir 2 prentanir ef prentað er báðumegin á blaðið.