Ef samband rofnar við netið á Stúdentagörðunum má athuga eftirfarandi:
- Umferð hefur verið takmörkuð vegna vírussmits eða mikillar umferðar. Viðkomandi fær þá tölvupóst þess efnis frá netmenn@hi.is.
- Hugsanlegt að vitlaus MAC addressa hafi verið skráð. Skrá þarf MAC Addressu (Physical Address) Ethernet netkortsins ekki Wireless á tölvu. Á router þarf að skrá WAN mac addressuna. Sjá nánar hér: Garðanet
- Setja inn Proxy þjón ef þú getur ekki vafrað út fyrir Háskólaheimasíðuna. Þetta er einnig hægt að gera ef umferð er takmörkuð (sjá lið 1). Sjá nánar hér: Proxy stillingar
- Ekki hafa netkortið stillt á fasta IP tölu. Sjá nánar hér: Breytilegar IP tölur (Dynamic IP addresses)
- Yfirfara aðrar stillingar á netkortinu. Sjá lið 3 hér: Garðanet
- Slökkva á Firewall td. ZoneAlarm, Norton, Trend PC-cillin því þeir stoppa oft umferð.
- Notast við óskaddaðan og viðurkenndan netkapal. Oft gott að prófa annan kapal til að sannreyna að hann sé ekki vandamálið.
- Ganga úr skugga um að viðkomandi sé skráður fyrir íbúðinni. Hægt að hafa samband við 5700800.
- Netkortið sé í lagi og reklar (drivers) fyrir það uppsettir.
Ef farið hefur verið yfir öll þessi atriði án árangurs er hægt að leita frekari aðstoðar í Tölvuþjónustu UTS á Háskólatorgi. Tölvuþjónustan er opin á virkum dögum kl. 8:00-16:00. Sími: 525-4222 og netfang: help@hi.is.