Hægt er að búa til ýmsar reglur og síur í Outlook. Í þessu tilviki verður farið í hvernig hægt er að flokka póst frá ákveðnum aðila í ákveðna möppu í Windows en hægt er flokka póst eftir ýmsum öðrum leiðum eins og t.d. titli.
1) Vertu með þann póst valinn sem þú vilt búa til reglu útfrá. Undir „Home“ flipanum smelltu á „Rules“ takkann og veldu þar „Create Rule...“:
2) Í efri hlutanum skilgreinir þú í hvaða tilvikum reglan á að gilda. Í þessu tilviki hökum við í reitinn „From [sendandi]“. Í neðri hlutanum er svo ákveðið hvað verður um þann póst sem stemmir við efri hlutann. Í þessu tilviki ætlum við að færa póstinn í ákveðna möppu og hökum við „Move the item to folder:“ Smellum því næst á „Select Folder...“ takkann til að velja þá möppu sem þú vilt að pósturinn fari sjálfkrafa í í hvert skipti sem reglan á við:
3) Veldu þá möppu sem pósturinn á að fara í. Ef þú hefur ekki þegar búið möppuna til geturðu smellt á „New...“ og búið hana til. Í lokin smellir þú á „OK“:
4) Nú eru við aftur komin í þennan glugga. Smellum á „OK“ ef reglan er rétt:
5) Ef þú hakar í „Run this rule now on messages already in the current folder“ þá virkjast reglan fyrir eldri pósta einnig. Í þessu tilviki færast allir eldri póstar frá viðkomandi netfangi yfir í skilgeinda möppu:
6) Nú ættir þú að sjá póstana frá netfanginu sem þú bjóst til regluna fyrir flytjast beint yfir í rétta möppu.