Útlit og almennar stillingar í dagbók - MacOS

Outlook dagatalið birtist sjálfkrafa í Outlook þegar pósturinn hefur verið settur upp. Ef þið hafið ekki gert það nú þegar er best að byrja á því: Uppsetning á HÍ pósti í Outlook fyrir MacOs

1) Til að fara í Outlook dagbókina smellið þið á litla dagbókarmerkið niðri í vinstra horninu í Outlook:
Smellið á dagbókaríkonið

2) Hægt er að stilla útlit dagbókarinnar undir flipanum „Organize“. Það er hvort það sjáist einn dagur, vinnuvika, vika eða mánuður:
Undir "Organize" er hægt að stilla þá sýn sem þið viljið hafa í dagbókinni