Finna MAC addressu fyrir vírað net - Windows 8

1. Smellið á Windows takkann á lyklaborðinu eða farið með bendilinn neðst til vinstri og smellið til að komast í "Start" valmyndina.

2. byrjið strax að skrifa og skrifið "cmd" og smellið á Enter til að opna Command Prompt gluggann.

Command Prompt

 

3. Þegar svarti glugginn opnast (Command Prompt glugginn) þarf að skrifa "getmac /v" (bil á milli c og / og án gæsalappa) og smella á "Enter".

getmac /v

4. Finnið línuna sem inniheldur upplýsingar um kapal-netkortið. Oftast kallað "Local Area Connection" finnið þar dálkinn "Physical Address" og það er þessi svokallaða MAC addressa sem við erum að leita að.

ATH. að þetta er EKKI sama MAC addressa og notuð er fyrir þráðlausa (HINET) netið.

5. Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna. Hér má sjá nánar hvernig þið sækið um Garðanetið eða IP tölu.