Google dagbók sett inn í Outlook - Windows

Hér verður farið í hvernig hægt er að bæta Google dagbókinni inn í Outlook. Á sama máta er hægt að setja aðrar dagbækur inn, með því að finna iCal slóðina að viðkomandi dagbók og setja inn á sama hátt.

1) Skráðu þig inn í Google til að fara í Google calendar:
Skráðu þig inn á Google og opanðu dagbókina

2) Þú smellir á punktana þrjá fyrir aftan dagbókina sem þú vilt flytja yfir í Outlook og velur „Settings and sharing“:
Smelltu á punktana þrjá og veldu "Settings and Sharing"

3) Farðu í „Integrate calendar“, hægrismelltu á slóðina undir „Secret address in iCal format“ og smelltu á „Copy“:
Farðu í „Integrate calendar“, hægrismelltu á slóðina undir „Secret address in iCal format“ og smelltu á „Copy“

4) Opnaðu nú Outlook. Smelltu á „File“ flipann:
Smelltu á "File" flipann

5) Smelltu á „Account settings“ og svo aftur á „Account settings“:
Smelltu á "Account Settings"

6) Nú opnast gluggi. Smelltu á „Internet Calendars“ og svo „New“:
Smelltu á "Internet Calendars" og svo "New"

7) Hér setur þú slóðina inn sem þú afritaðir í skrefi 3. Límdu slóðina inn hér með því að smella á Ctrl + v á lyklaborðinu (eða hægrismella í reitinn og velja „Paste“). Smelltu svo á „Add“:
Límdu inn slóðina og smelltu á "Add"

8) Gefðu dagbókinni nafn í „Folder Name“ og ýttu á „OK“:
Gefðu dagbókinni nafn og smelltu á "OK"

9) Þá er dagbókin komin inn. Dagbækurnar birtast hlið við hlið en ef þú vilt blanda þeim saman smellir þú á örina fyrir framan nafnið á dagbókinni:
Smelltu á örina fyrir framan nafnið á dagatalinu ef þú vilt sjá þau í sama dagatali

10) Þá líta dagatölin svona út. Þú getur smellt á örina til að aðgreina dagbækurnar aftur:
Hér sjást dagbækurnar saman í einu dagatali

Þetta er svo hægt að endurtaka fyrir allar þær dagbækur sem þú vilt fá inn í Outlook.