Útlit og almennar stillingar í dagbók á vefnum

Hér að neðan verða sýndar nokkrar stillingar sem geta gagnast vel. Eins og t.d. hversu marga daga þú sérð á síðunni, grunnstillingar og veðurstillingar.

Til að komast í dagbókina byrjar þú á því að fara inn á outlook.hi.is og smella á dagbókina neðst til vinstri á síðunni:
Smelltu á dagbókaríkonið neðst í vinstra horninu

Velja hversu mikið er sýnt á síðunni

1) Hér er hægt að stilla það hversu mikið af dagbókinni er sýnt á síðunni. Hægt er að velja á milli þess að sjá einn dag, vinnuviku sem þú getur skilgreint í skrefi 2, viku eða mánuð. Smelltu á „Today“ til að fara beint á daginn í dag í dagbókinni. Þetta getur verið þægilegt ef þú eruð komin(n) marga mánuði fram í tímann að smella á takkann til að fara aftur á daginn í dag. Sýnin sem er valin heldur sér.
Mismunandi sýn á hve mikið er sýnt á síðunni

Grunnstillingar dagbókar

2) Smelltu á tannhjólið efst til hægri. Þá opnast stillingargluggi fyrir dagbókina. Þarna er hægt að velja Theme sem breytir útlitnu (litum ofl.). Hér að neðan sýnum við þær stillingar sem birtast þegar þú smellir á „Calendar appearance“. Þar er hægt að stilla meðal annars dagana sem eru í vinnuvikunni, þann tíma sem þú ert í vinnu (og þar með hægt að bóka þig á fundi), hvaða dag vikunnar er fyrstur, litapallettu o.fl. Mundu að smella á „OK“ þegar þú ert ánægð(ur) með stillingarnar:
Ýmsar stillingar um útlit á dagbók

Veðurstillingar

Það getur verið gaman að sjá veðrið fyrir daginn og næstu daga í dagbókinni. Hér er sýnt hvernig þú stillir rétta staðsetningu. Það eru tvær leiðir til að komast í veðurstillingarnar.

3a) Smelltu á eitt af veðurtáknunum við hlið dagsetningarinnar í dagbókinni og veldu „Edit locations“. Ef þú sér ekkert veðurtákn farðu þá í næsta skref. Annars ferðu beint í skref 4:
Smelltu á eitt af veðurtáknunum

3b) Smelltu á tannhjólið efst til hægri og svo á „Calendar“. Veldu svo „Weather“ í listanum:
Smelltu á tannhjólið og svo "Calendar" og loks "Weather"

4) Byrjaðu á því að merkja við „Show weather“. Veldu svo hvernig þú vilt fá hitann gefinn upp. Flest okkar á Íslandi velja Celsius. Smelltu svo neðst á „Add another location“ og skrifaðu inn t.d. Reykjavík og smelltu á stækkunarglerið. Veldu þá borg sem við á. Þú getur svo fjarlægt borgir með því að smella á X-ið hægra megin við þær:
Veldu staðsetningu og "Celsius" og smelltu á "OK"

5) Þú getur bætt við eins mörgum borgum og þú vilt. Smelltu á „OK“ þegar listinn er tilbúinn:
Bætið við þeim borgum sem þið viljið og smellið svo á "OK"

6) Dagbókin sýnir bara eina borg í einu. Til að skipta á milli þeirra smellir þú á veðurtáknið og smellir svo á örvarnar til að sjá næstu borg:
Smelltu á örvarnar til að skipta á milli borga