Remote desktop á mörgum skjáum

Það er hægt að láta Remote Desktop birtast á mörgum skjáum samtímis, hér er sýnt hvernig það er gert fyrir SPSS skjáborðið:

 

1) Opnaðu Remote Desktop, hægri smelltu á "Skjáborð fyrir SPSS" og smelltu á "Settings"

 

2) Hægra megin birtast stillingar. Settu "Use default settings" á "Off". Í "Display configuration" felliglugganum veldu "All displays" ef þú vilt að Remote Desktop nái yfir alla skjáina þína. Veldu "Select displays" ef þú vilt velja hvaða skjái Remote Desktop á að ná yfir.

 

3) Ef þú velur "Select displays" veldu þá skjái sem þú vilt að Remote Desktop birtist á undir "Select the displays to use for this session". Þeir skjáir sem þú vilt velja eiga að vera bláir, aðrir skjáir gráir. Að þessu loknu geturðu tvísmellt á "Skjáborð fyrir SPSS" til að opna Remote Desktop og byrja að nota SPSS.