Sýn á dagbók
1) Þú getur valið hversu marga daga þú sérð í dagbókinni. Smelltu á táknið lengst uppi til hægri:
2) Hér getur þú valið um að fá dagbókina setta upp sem dagskrá í réttri röð, eða sýna einn dag eða sýna 3 daga í einu:
Sýnilegar dagbækur og deiling á þeim
Hægt er að velja hvaða dagbækur eru sýnilegar ásamt því að stilla hverja dagbók fyrir sig eins og t.d. að deila dagbók með öðrum.
1) Smelltu á hamborgarann (línurnar þrjár) lengst uppi vinstra megin:
2) Hakaðu hér inn og út þær dagbækur sem þú vilt að séu sýnilegar í þínu dagatali. Ef þú vilt svo fara í stillingar á ákveðinni dagbók smelltu þá á tannhjólið hæga megin við dagbókina. Í þessu dæmi er Google reikningur einnig skráður inn í Outlook og því er hægt að velja að sjá dagbækur þaðan. Smelltu á tannhjólið hægra megin við dagbók:
3) Hér getur þú meðal annars valið lit á dagbókina og deilt dagbókinni með öðrum. Þá smellir þú á Add people. Þú getur þá valið hvort viðkomandi sjái dagbókina og hvort hann megi setja inn viðburði í dagbókin o.s.frv.:
Tilkynningar og aðrar stillingar fyrir dagbókina í heild
1) Smellið á hamborgarann (línurnar þrjár) lengst uppi vinstra megin:
2) Smelltu á tannhjólið sem er neðst niðri til vinstri:
3) Hér getur þú stillt ýmislegt varðandi Outlook. Farðu niður listann til að finna stillingar fyrir dagbókina (e. Calendar). Hér getur þú valið hvenær þú færð tilkynningar (e. Notification), hvaða dagbók er sjálfvalin þegar nýr viðburður er settur inn (alltaf hægt að breyta þessu þegar nýr viðburður er búinn til) og á hvaða vikudegi vikan byrjar. Í þessu dæmi smellir þú á „Notification“:
4) Veldu „Events“ til að velja hvenær þú vilt fá tilkynningu um að viðburður sé að hefjast. Hér getur þú einnig valið hvort þú viljir fá tilkynningar frá þessum reikningi. Í þessu dæmi er búið að velja að fá tilkynningar frá HÍ reikningi en ekki frá Google reikningi: