Áframsending á pósti á annað netfang

Mjög mikilvægt er að hafa virkt HÍ netfang. Ekki eru þó allir sem vilja hafa mörg netföng í gangi í einu og/eða vilja ekki skrá sig inn á HÍ póstinn á hverjum degi. Það er því í boði að láta áframsenda allan póst sem berst á HÍ netfangið yfir í eitthvað annað netfang eins og t.d. gmail.

Einfaldast er að setja þessa reglu á vefnum og því mælum við með því að það sé gert þar þó svo að venjulega notist þú við Outlook í tölvu eða síma. Svona er áframsending sett á:

1) Opnaðu vafra og farðu inn á outlook.hi.is

2) Smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu og svo neðarlega á „Sjá allar stillingar í Outlook“:
Smellið á tannhjól og svo á "Sjá allar stillingar í Outlook"

3) Þá opnast þessi gluggi. Veldu þar „Póstur“ og svo „Framsending“. Hakaðu í „Gera framsendingu virka“ og skrifaðu netfangið sem þú vilt áframsenda á. Ef þú vilt halda eftir afriti í HÍ pósthólfinu þínu, hakaðu þá í „Halda eftir afriti af framsendum skeytum“. Smelltu svo á „Vista“ efst í hægra horninu:
Settu inn viðeignadi upplýsingar og smelltu á "Vista"