Tölvuþjónusta UTS

Tölvuþjónusta UTS er staðsett á 2. hæð á Háskólatorgi og í smiðjunni Hamri í Stakkahlíð. Opið er frá 8 - 16 alla virka daga en lokað er í hádeginu í Hamri.

Tölvuþjónustan sér um aðstoð varðandi þá þætti sem snúa að UTS og er ætluð bæði nemendum og starfsmönnum.

Hægt er að hafa samband við Tölvuþjónustuna með því að mæta á staðinn, hringja í síma 5254222 eða senda tölvupóst á help@hi.is

Staðsetning á Háskólatorgi

Tölvuþjónusta UTS á Háskólatorgi

 

Staðsetning í Stakkahlíð (1. hæð)

Tölvuþjónusta UTS í Stakkahlíð

Nánar um Tölvuþjónustuna

Haustið 2005 opnaði RHÍ þjónustuborð í Tæknigarði fyrir nemendur og starfsmenn HÍ. Í ágúst 2009 flutti RHÍ þessa þjónustu á Háskólatorg og var nafninu breytt í Tölvuþjónusta RHÍ. Með þessum flutningi var RHÍ komið miðsvæðis með þjónustu fyrir alla notendur Háskólans og þar með aðgengi og þjónusta Reiknistofnunar orðin mun betri. Í byrjun árs 2013 bættist svo tölvuþjónustan í Stakkahlíð og eru þjónustuborðin nú tvö. Í apríl árið 2018 færðist starfsemi RHÍ yfir á nýstofnað Upplýsingatæknisvið og þar með færðist starfsemi þjónustuborðanna einnig undir sviðið.

Að jafnaði eru þrír starfsmenn sem vinna í Tölvuþjónustunni Háskólatorgi og á Menntavísindasvið er 1 1/2 stöðugildi.  Þessir starfsmenn leiðbeina notendum og veita aðstoð við tölvutengd vandamál.