Eduroam fyrir Windows 8 og 8.1

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í Windows 8 og 8.1.

1) byrjið á því að sækja uppsetningarskránna hér:

Sækja skrá

 

2) Smellið á"Save file"

Open eduroam W8

 

3) Smellið á OK þegar þið eruð spurð um að keyra "Open Executable File?" (Gæti verið að þetta kæmi ekki upp hjá ykkur. Þá farið þið beint í næsta skref).

Open Executable File?

 

4) Þá opnast eduroam installer. Smelltu því næst á "Next".

Welcome to the eduroam installer

 

5) Nú kemur viðvörun um að þessi uppsetningarskrá sé fyrir Háskóla Íslands og að ekki sé víst hún virki fyrir eduroam notendur frá öðrum stofnunum. Smelltu á "OK".

eduroam installer

 

6) Nú þarftu að setja inn allt HÍ tölvupóstfangið þitt í username og lykilorðið þitt, það sama og þú notar á Uglu, smella svo á "Install".

Username and Password

 

7) Þá hefurðu lokið við að ná í eduroam uppsetningarskránna og ættir að geta tengst eduroam þegar það er í boði. Smelltu á "Finish".

Installation complete

 

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.

 

 

Tengja við eduroam:

8) Þegar þú ert búin(n) að gera stillingarnar hér að ofan og ert mætt(ur) með tækið í byggingu þar sem eduroam er aðgengilegt (Hvar sem er í heiminum) að þá tengir þú tækið þitt svona:

Það eru ýmsar leiðir í Windows 8 hvernig á að tengjast netinu og er þetta einungis ein af þeim leiðum.

9) Opnið "Charms bar" með því að fara með bendilinn hægra megin á skjáinn eða smella á Windows lykilinn og "C" á lyklaborðinu. Veljið þar settings (Einnig er hægt að fara beint í settings með því að smella á Windows lykilinn og "I").

Settings

 

10. Veljið þar "Available", "Network" eða "WiFi" (Gæti verið mismunandi nafn).

Available - Network

 

11. Veljið eduroam á listanum yfir þráðlaus net:

Veljið eduroam

 

12. Hakið við "Connect automatically" til að láta tölvuna tengjast sjálfkrafa næst þegar hún sér netið. Smellið loks á "Connect":

Tengist sjálfkrafa - Connect automatically

 

13. Nú mun vélin biðja þig um að setja inn notandanafn og lykilorð. Settu þar inn notandanafnið þitt með @hi.is fyrir aftan og sama lykilorð og þú notar í Uglu.

 

Notandanafn

 

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.