Losun pappírsflækju í prentara

Þegar pappír er losaður úr prentaranum, passið þá að rífa ekki blöðin þannig að ræmur verði eftir. Þær geta valdið nýjum pappírsflækjum.

Athugið: Til að villuskilaboðin hverfi af prentaraskjánum þarf að opna og loka aftur lokinu ofan á prentaranum.

Ef "paper jam" skilaboð birtast á prentaraskjánum, athugið þá hvort pappír er fastur á einhverjum af eftirfarandi stöðum:
 

  • Við úttakssvæði prentara (Þar sem pappír kemur út úr prentaranum, að ofan og aftan).
  • Ofarlega í prentaranum undir dufthylkinu.
  • Við inntakssvæði prentara (Þetta á við um alla pappírsbakka).
  • Við tvíátta hjól.

Athugið: Duft getur orðið eftir í prentaranum eftir að pappírsflækja hefur verið fjarlægð, það ætti þó að hverfa eftir að nokkur blöð hafa verið prentuð.
Pappírsflækjur við inntakssvæði prentara (Þar sem bakkarnir fara inn í prentarann.)

Athugið: Til að fjarlægja pappír við inntakssvæði bakka 1, dragið pappírinn varlega út úr prentaranum. Fyrir alla aðra pappírsbakka skal framkvæma eftirfarandi skref. Dragið bakkann úr prentaranum og fjarlægið skemmdan pappír úr bakkanum.

Opnið skúffu og takið út flækt blöð

 

Losun pappírsflækju við úttakssvæði

Fyrir ofan skúffu1. Ef brún pappírs er sjáanleg í upptökusvæðinu, dragið pappírinn þá varlega niður og út úr prentaranum. (Ekki taka það fast á pappírnum að hann rifni). Ef pappírinn er ekki sýnilegur skoðið þá svæðið ofan á prentaranum.

Athugið: Ekki taka fast á pappírnum ef hann situr alveg fastur. Ef pappír er fastur í bakka, prufið að ná honum gegnum bakkan fyrir ofan (ef hægt er) eða ofan frá í gegnum svæðið undir lokinu ofan á prentaranum.

2. Áður en bakkinn er settur í aftur gangið úr skugga um að pappírinn sé heill á öllum hornum og fyrir neðan viðmiðin í bakkanum.

3. Opnið og lokið lokinu ofaná prentaranum til að villuskilaboðin hverfi. Ef villuskilaboðin eru enn á prentaraskjánum eftir þetta þá er pappír en þá fastur í prentaranum. Leitið að pappír á öðrum stöðum í prentaranum.

Losun pappírsflækju undir loki ofan á prentara.

1. Opnið lokið ofaná prentaranum og fjarlægið dufthylkið.

Aðvörun: Til að varna því að dufthylkið skemmist, látið það ekki vera opið fyrir ljósi nema í nokkrar mínútur.

2. Notið græna handfangið til að lifta arkamataranum.

Notið græna handafangið

3. Dragið pappírinn varlega út úr prentaranum. Ekki rífa pappírinn.

Dragið pappírinn varlega út

Athugið: Reynið að missa ekki niður duft. Notið þurran klút (ekki bómullar- eða lín klút), hreinsið allt laust duft sem hefur fallið ofan í prentarann. Ef duft fellur ofaní prentarann getur það haft tímabundin áhrif á gæði prentunnar. Það duft sem verður eftir ætti þó að hverfa eftir að búið er að prenta nokkrar blaðsíður.

Ef duft fer í fötin ykkar þá verður að reyna að hreinsa það með köldu vatni og klút. Heitt vatn festir duftið í fötunum.

4. Setjið dufthylkið á sinn stað og lokið lokinu ofaná prentaranum. Ef villuskilaboðin eru enn á prentaraskjánum eftir þetta þá er pappír en þá fastur í prentaranum. Leitið að pappír á öðrum stöðum í prentaranum.

Losun flækju við úttakssvæði prentarans

Athugið: Ef megnið af blaðinu er enn í prentaranum er best að losa það í gegnum svæðið undir loki ofan á prentara.

1. Opnið lok aftan á prentaranum.

Opnið lok aftan á prentaranum

2. Takið á báðum endum pappírsins og dragið hann varlega út úr prentaranum. (Varið ykkur á að hella ekki yfir ykkur dufti sem getur verið á pappírnum.)

Dragið pappírinn varlega út

Athugið: Ef erfitt er að ná pappírnum, opnið þá lokið ofan á prentaranum til að losa um spennu á pappírnum.

3. Lokið lokinu aftan á. Opnið og lokið lokinu ofan á prentaranum til að villuskilaboðin hverfi.

Opnið og lokið lokum

Ef villuskilaboðin eru enn á prentaraskjánum eftir þetta er pappír enn fastur í prentaranum. Leitið að pappír á öðrum stöðum í prentaranum.

Almennt um endurteknar pappírsflækjur.

1. Athugið hvort pappír er rétt settur í bakkann.

2. Pappír sem áður hefur verið prentað á, eða snjáður, rifinn, krumpaður pappír á ekkert erindi í prentarann.

3. Ákveðnar tegundir pappírs stífla frekar en aðrar. Gangið úr skugga um að réttur pappír sé notaður í prentarann.

4. Prufið að snúa pappírsbunkanum við í bakkanum.

Ef prentarinn á það til að grípa fleiri en eitt blað í einu, er oftast nauðsynlegt að losa um pappírinn í pappírsbakkanum. (þ.e. stokka pappírsbunkann)

Ef ekkert af þessu gengur hafið þá samband við Tölvuþjónustu UTS.