Nettengingar

Þráðlaust net - eduroam
Garðanet
MAC addressur fyrir vírað net og Garðanet
VPN tengingar
Ráðstefnunet
IP tölur
Proxy stillingar

 

 

Það eru nokkrar leiðir til að tengjast háskólanetinu:

Tengjast þráðlaust á háskólasvæðinu - eduroam

Ef þú ert með fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma sem tengdur er eduroam þá ertu sjálfkrafa tengd(ur) háskólanetinu. Notendur hafa kost á að tengja tvö tæki við þráðlausa netið á sama tíma. Sjá nánar hvernig þú tengist þráðlausa netinu.

Tengjast netinu með kapli

Starfsmenn Háskóla Íslands hafa margar af sínum vinnutölvum tengdar beint við háskólanetið með kapli. Borðvélar eru yfirleitt skráðar með fasta IP tölu. Sótt er um IP tölur í Uglu (aðeins fyrir starfsmenn). Sjá nánar um IP umsókn.

Garðanet

Íbúar á Stúdentagörðum HÍ hafa aðgang að fríu neti í gegnum kapal. Lesið hér nánar um Garðanetið.

Tengjast með VPN tengingu hvar sem er

Það er hægt að tengjast háskólanetinu með VPN næstum hvaðan sem er úr heiminum svo lengi sem tölvan er nettengd. Nánar um VPN tengingar.

Tengjast heima með umferð í gegnum HÍ

Til að geta tengst beint við háskólanetið að heiman þá þarf að sækja um „Netið heim“ í gegnum HÍ. Þá þarf viðkomandi að borga fyrir línuna (heimtaugina) hjá einhverju af fjarskiptafyrirtækjum (sem upp á það bjóða) en umferðin fer í gegnum HÍ. Nánar um Netið heim er að finna hér.