Netið heim

Sótt um netið heim
Vandamál varðandi netið heim
Alhliða leiðbeiningar fyrir beini (router)
Ljósleiðari Gagnaveitunnar - Starfsmenn

Upplýsingatæknisvið býður notendum Háskólans að tengjast Internetinu í gegnum Háskólanetið (HInet).
Ef þú velur að tengjast um HInet mun netumferð þín fara í gegnum HÍ en þú þarft samt sem áður að borga fyrir línuna (heimtaugina) hjá einhverju af neðangreindum fjarskiptafyrirtækjum.
 

Af hverju að tengjast í gegnum HÍ?

Kostir og gallar þess að tengjast um HInet:

  • Kostir:
    • Þú ert tengd(ur) neti háskólans og hefur þannig haft beinan aðgang að heimasvæðum, erlendum fagritum, Snöru o.fl.
    • Nemendur þurfa ekki að borga fyrir gagnamagn sem dugar lang flestum notendum til daglegrar almennar notkunar. 500 króna gjald er tekið fyrir tengingu starfsmanna sem yfirleitt er greitt af deild viðkomandi starfsmanns.
  • Gallar:
    • Mörg símafyrirtæki bjóða upp á heildarpakka eins og síma, net og farsíma fyrir ákveðið gjald. Það gjald þarf þá vissulega að greiða þrátt fyrir að þú veljir að nýta þér ekki netumferðina hjá þeim.

Þeir möguleikar sem í boði eru má sjá hér að neðan.

Nemendur Starfsfólk*
Tenging Fjarskiptafyrirtæki   Tenging Fjarskiptafyrirtæki  
ADSL Síminn   ADSL Síminn  
  Vodafone     Vodafone  
Ljósnet (VDSL) Síminn   Ljósnet (VDSL) Síminn  
  Vodafone     Vodafone  
Ljósleiðari Síminn   Ljósleiðari Síminn  
        Gagnaveita Reykjavíkur**  

* 500 krónur eru rukkaðar fyrir hverja nettengingu starfsmanna. Rukkun er send á deild viðkomandi.
** Umsókn um ljósleiðara Gagnaveitunnar er einungis í boði fyrir starfsfólk. Sjá nánar hér: Ljósleiðari Gagnaveitunnar - Starfsmenn

Hvaða leið á ég að velja:

Munurinn á þessum tengingum felst aðallega í afköstum tengingarinnar. ADSL er afkastaminnsta tengingin, ljósnetið kemur þar á eftir og svo er ljósleiðarinn afkastamestur. Á vefsíðum fjarskiptafyrirtækjanna getur þú flett upp hvaða leiðir standa þér til boða með því að slá inn heimilisfang þitt:

Hvað kostar tengingin?

  • Nemendur: Ekki er greitt fyrir umferð en nemendur þurfa að borga aðgangsgjald/línugjald og gagnaflutningsgjald til Símans eða Vodafone. Leitið til símafyrirtækjanna til að fá uppgefið verð hjá þeim.
  • Starfsfólk: Tenging við UTS kostar deild viðkomandi starfsmanns 500,- kr  á mánuði. Síðan þarf að borga aðgangsgjald/línugjald og gagnaflutningsgjald til Símans, Vodafone eða Gagnaveitunnar.

Hver eru afköst Internet tengingar við Háskólanetið?

Afköst tenginar veltur á því hvernig línu þú kaupir hjá þínu fjarskiptafyrirtæki.

Hvaða gagnamagn (umferð) er innifalið í tengingu við HInet (niðurhal/upphal "download/upload")?

Ekki eru sett takmörk á gagnamagn. Internet tenging við HInet er ætluð til þess að nemendur og starfsfólk geti nýtt sér netið við nám sitt og starf. Fylgst er með magni umferðar til og frá notanda. Sjái netstjórn HInet óeðlilega mikla umferð verður viðkomandi að geta réttmætt notkun sína. Venjulegir notendur munu ekki þurfa að huga að þessu en þess má geta að t.d. torrent skráarskiptiforrit deila stöðugt efni því, sem hefur verið hlaðið niður og slíkt getur valdið óeðlilega mikilli umferð út frá viðkomandi notanda.