Tækjaleiga

Ef þú varst að fá nýja leiguvél frá UTS eru nokkrir hlutir sem þú þarft að hafa í huga: 

 

Hvernig á að byrja að nota nýju tölvuna?  

Mikilvægt er að þú sért á háskólanetinu þegar þú skráir þig inn á tölvuna í fyrsta skipti. 

Eftirfarandi þarf eingöngu að gera í fyrsta sinn sem þú skráir þig inn í tölvuna og miðast það við að þú sért að tengjast þráðlausa netinu á háskólasvæðinu. 

  • Ræstu upp tölvuna 
  • Veldu “hnattar” merkið niðri í hægra horninu 
  • Finndu “eduroam” í listanum yfir þráðlausar nettengingar sem eru í boði og veldu “Connect”. 
  • Sláðu inn netfangið þitt (notandanafnið þitt með @hi.is í endann). 
  • Sláðu inn Uglu lykilorðið þitt og ýttu á OK.  
  • Veldu “Other user” niðri í vinstra horninu. 
  • Sláðu inn notandanafnið þitt og lykilorð. 

Núna er tölvan þín tengd og tilbúin til notkunar. 

Ekki er þörf á því að vera á háskólanetinu til þess að skrá sig framvegis inn í tölvuna. 

 

Hvað fylgir því að vera með leiguvél frá UTS?  

Upplýsingatæknisvið hefur sett upp vélina fyrir þig og er hún afhent tilbúin til notkunar.  Hún er uppsett með þeim hugbúnaði sem flestir starfsmenn HÍ þurfa á að halda. Einnig er hún sett upp með hugbúnaði sem sérstaklega var óskað eftir fyrir afhendingu.  

Vélin er uppsett fyrir miðlægt kerfi HÍ og er í eigu UTS. Því fylgir að starfsmenn hafa ekki stjórnendaréttindi á vélina og geta því ekki sett upp annan hugbúnað á hana en þann hugbúnað sem er í boði í gegnum Software center. Ef þú þarft á öðrum hugbúnaði að halda vegna starfa þinna, vinsamlegast sendu þá beiðni í gegnum þjónustugátt UTS: hjálp.hi.is eða á help@hi.is. Í framhaldi munum við aðstoða þig við að setja hugbúnaðinn upp.  

Ef starf þitt er þess eðlis að þú þarft stjórnendaréttindi á leiguvélina þá er hægt að sækja um slíkan aðgang í gegnum þjónustugáttina eða með því að senda póst á help@hi.is. Í framhaldi verður þér sent eyðublað sem þarf að fylla út og senda til baka með undirritun yfirmanns. Eftir það mun þinn þjónustumaður hjá UTS setja sig í samband við þig og ganga frá uppsetningu stjórnendaréttinda á leiguvélina.