Umsókn um fasta IP tölu

Starfsmenn HÍ geta sótt um IP tölu fyrir borðtölvur (fastar starfstöðvar). Æskilegt er að skráð sé MAC addressa um leið svo að uppseting nets á vélinni verði sjálfvirk og einföld. Smelltu hér til að fá leiðbeiningar hvernig þú finnur MAC addressuna.

1) Umsóknin fer fram í Uglu undir Forsíða -> Tölvuþjónusta -> Umsóknir -> Föst nettenging

Umsókn um fast net

2) Hér fyllum við út eftirfarandi upplýsingar (sjá mynd að neðan):

  • Notandanafn: Hér getur þú sótt um fyrir annað starfsólk sé þess óskað. Sért þú að sækja um fyrir þig setur þú inn þitt notandanafn.
  • Tegund tækis: Sú tegund tækis sem sótt er um fyrir, Windows, Mac/iOS, Linux/Unix, Prentari, Annað.
  • Fastanúmer tækis: Gott er að láta þetta fylgja með til að forðast frekari stillingar síðar.
  • Staðsetning: Veljið hér þá staðsetningu þar sem tækið mun tengjast.

ATHekki þarf að gefa upp MAC addressu en við mælum eindregið með því og ef þið gefið upp MAC addressu þarf ekki að fara í stillingar síðar og festa IP töluna. Það gerist yfirleitt sjálfkrafa ef rétt MAC addressa er sett inn í þessu skrefi.

Smellið því næst á "Klára umsókn":

Föst tenging - Umsókn

 

Til að finna MAC addressuna er hægt að fylgja sömu skrefum og til að finna MAC addressu fyrir kapalnetkort því það er í raun sama MAC addressan sem um ræðir.

Þegar búið er að úthluta IP tölu færðu tölvupóst frá hostmaster[hjá]hi.is og þar kemur fram hvaða IP tölu þú hefur fengið. Ef þú hefur sett MAC addressu með umsókninni ætti vélin að tengjast sjálfkrafa, annars þarf að setja inn þessa föstu IP tölu.