Senda póst síðar

Hægt er að skrifa póst og láta Outlook um að senda hann á fyrirfram ákveðnum tíma í framtíðinni. Til dæmis næsta morgun. Hér eru leiðbeiningar hvernig þetta er gert.

ATH. að mikilvægt er tölvan og Outlook sé í gangi á þeim tíma sem pósturinn á að sendast.

1) Byrjaðu á því að búa til nýjan tölvupóst með því að smella á „New Email“:
Smelltu á "New Email"

2) Smelltu nú á flipann „Options“ og smelltu svo á „Delay Delivery“:
Smellið á "Options" og svo "Delay Delivery"

3) Hakaðu í „Do not deliver before“ og settu inn dagsetningu og tíma hvenær pósturinn á að vera sendur. Smelltu svo á „Close“:
Hakaðu í "Do not deliver before" og settu inn dagsetningu og tíma hvenær pósturinn á að vera sendur

4) Nú er „Delay Delivery“ merktur sem sýnir að þar er virkni. Þegar pósturinn er tilbúinn smellir þú á „Send“ og þá verður pósturinn sendur á þeim tíma sem þú gafst upp í skrefinu á undan. ATH. að mikilvægt er tölvan og Outlook sé í gangi á þeim tíma sem pósturinn á að sendast:
Smelltu á "Send"