MATLAB

Háskóli Íslands býður upp á campus leyfi á MATLAB fyrir nemendur og starfsmenn, ásamt Simulink og öðrum verkfærum sem fylgja. Campus leyfið leyfir notendum að setja hugbúnaðinn upp á eigin tölvu.

 

Aðgangsleiðbeiningar

1.Farðu í MATLAB gátt Háskóla Íslands til að ná í hugbúnaðinn: https://www.mathworks.com/academia/tah-portal/university-of-iceland-30364208.html

2. Smelltu á “Sign in to get started” undir Get MATLAB.

3. Þú verður beðin um að búa til MathWorks reikning (eða nota reikning sem þú bjóst til áður). Þegar þú gerir það tengistu við MATLAB leyfið okkar og getur:

 • Náð í og virkjað hugbúnaðinn á tölvunni þinni
 • Notað MATLAB Online í vafra

 

Ef þú þekkir ekki MATLAB geturðu klárað 2 tíma MATLAB Onramp kynningu sem þú finnur einnig í MATLAB gáttinni undir “Learn to use MATLAB and Simulink."

Ef þú ert í vandræðum með að ná í MATLAB, farðu í MATLAB gáttina og smelltu á “Need Installation Help” til að fá aðstoð.

 

Endurnýjun leyfis

Ef MATLAB leyfið er útrunnið þarf að virkja það aftur með MathWorks activation client. Ef MATLAB er virkt og þú kemst inn í forritið þá er hægt að endurnýja leyfið í hjálparvalmyndinni.

 1. Smelltu á "Help" undir "Resources" í valstikunni efst í forritinu.

 2. Haltu músinni yfir "Licenses" undirvalmyndinni.

 3. Smelltu að lokum á "Activate software." Þá mun MathWorks activation client opnast og þú getur endurnýjað leyfið.

 

Endurnýjun leyfis ef MATLAB opnast ekki

Ef MATLAB leyfið er orðið útrunnið getur verið að forritið opnist ekki og þá þarf að finna og opna MathWorks activation client beint. Það fer eftir stýrikerfinu hvar þið finnið hann.

Windows:

Activation client er að finna hér: C:\Program Files\MATLAB\R20XXx\bin\winXX\activate_matlab.exe

macOS:

 1. Opnið Finder > Applications.

 2. Hægrismellið á MATLAB táknmyndina.

 3. Smellið á "Show package Contents".

 4. Opnið "Activate.app".

Linux:

Activation client er að finna hér: /usr/local/MATLAB/R20XXx/bin/activate_matlab.sh

 1. Opnið activation client-inn og veljið "Activate automatically using the internet."

 2. Skráðu þig inn með MathWorks reikninginum þínum.

 3. Veldu leyfið sem þú vilt virkja úr listanum.

 4. Staðfestu upplýsingarnar.

 5. Smelltu á "Finish" til þess að ljúka ferlinu.