Uppsetning á HÍ pósti í Outlook fyrir iPhone og iPad

Hér er sýnt hvernig þú setur inn HÍ póstinn þinn í Outlook á iPhone og iPad.   

1) Byrjaðu á því að ná í Microsoft Outlook forritið fyrir símann í Appstore. Leitaðu að „Outlook“ og smelltu svo á „GET“. Einnig er hægt að smella beint hér til að fara á síðu Outlook í Appstore: Microsoft Outlook, Email and calendar:
Finnið Outlook og smellið á "Get"

2) Opnaðu Outlook appið með því að smella á Outlook íkonið á skjá símans:
Smellið á Outlook

3) Veldu „Get started“:
Veljið "Get started"

4) Hér setur þú inn netfangið þitt hjá HÍ (með @hi.is) og velur svo „Add Account“:
Settu inn netfangið þitt

5) Næst setur þú inn lykilorðið þitt (sama og í Uglu) og smellir svo á „Sign in“:
Settu inn lykilorðið þitt

6) Næst færðu glugga sem spyr hvort þú viljir bæta við öðru netfangi í forritið. Hér er hægt að bæta inn öðru persónulegu/vinnu póstfangi. Veldu „Maybe later“ ef þú hefur ekki áhuga á að bæta við auka póstfangi. Hægt er að bæta við auka póstfangi seinna:
Veldu "Maybe later"

7) Nú er pósturinn þinn klár og þú getur byrjað að nota HÍ pósthólfið þitt.