Aðgangur að UTS eftir brautskráningu

ÚtskriftAllir þeir nemendur sem brautskrást og eru með nýju notendanöfnin (3 eða 4 bókstafir og síðan tölustafir þar á eftir t.d abc12) halda aðgangi að eftirfarandi:

  • Netfangi og tölvupósti
  • Uglu
  • Vef-Office
  • OneDrive

Aðgangur að Uglu helst að því leiti að nemendur geta séð þau námskeið, einkunnir o.fl. er varðar þeirra nám. Önnur þjónusta svo sem eins og heimasvæði, aðgangur að neti í HÍ (eduroam, heimanet, stúdentagarðanet), aðgangur að tölvuverum og kennslustofutölvum verður hins vegar ekki lengur í boði.

Nemendur sem hætta námi missa allan aðgang að öllum þjónustum UTS.