Aðgangur að sameiginlegu pósthólfi

Ef þína deild eða hóp vantar sameiginlegt netfang þá þurfið þið að senda póst á help@hi.is þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Hvaða nafn á að vera á sameiginlega pósthólfinu?
  • Hvaða netfang á sameiginlega pósthólfið að hafa?
  • Hvaða notendanöfn eiga að hafa aðgang að pósthólfinu?

 

Ef það þarf að gefa nýjum notanda aðgang að pósthólfinu eða taka notanda út eftir að það hefur verið stofnað þarf að senda póst á help@hi.is, pósturinn þarf að koma frá pósthólfinu sjálfu eða einhverjum þeirra sem hafa þegar aðgang að pósthólfinu.

Í póstinum þarf að koma fram:

  • Netfang sameiginlega pósthólfsins
  • Notendanafn þess sem á að bæta við eða taka út af pósthólfinu.