Tímasetningarráðgjafi - Vefur

Hér að neðan er sýnt hvernig þú getur bókað herbergi og fólk á fund og verið viss um að allir séu lausir á sama tíma.

1) Best er að byrja á því að setja inn titil fyrir fundinn, fundarherbergi og tímasetningu til að miða við. Smelltu svo á tímasetningarráðgjafa táknið ofarlega til hægri:
Settu inn heiti, fundarherbergi og smelltu svo á tímasetningarráðgjafa táknið ofarlega til hægri

2) Það eru tvennskonar útlit á sem hægt er að velja um. Hér má sjá vikuútlitið. Smelltu á „Week“ til að sjá það. Bættu við fundargestum með því að skrifa nöfnin í reitinn „Add attendees“. Listinn þrengist þegar byrjað er að skrifa í hann. Þú getur einnig breytt fundarherbergi með því að smella á „Change room“. Ef þú ferð með bendilinn yfir gráan reit sem merkir að einhver sé upptekinn á þeim tíma, sérðu hverjir það eru sem eru uppteknir. Smelltu nú á reit sem er hvítur til að velja tímasetningu sem er laus hjá öllum:
Bættu við fundargestum, breyttu fundarherbergi ef þarf

3) Það getur verið betra að velja sýn fyrir einn dag. Smelltu á „Day“ til að fá þetta útlit. Hér sérðu nöfn gesta efst og hverjir eru uppteknir á hvaða tíma á þessum degi. Smelltu á reit sem er hvítur alla leið frá vinstri til hægri til að velja tíma þar sem allir eru lausir (ath. að fundarherbergi geta verið með aðeins dekkri bakgrunn sem táknar þó laust). Smelltu svo á „OK“ þegar þú ert búin(n) að velja tíma sem hentar öllum:
Hér sérðu yfirlit yfir einn dag

4) Smelltu svo á „Send“ þegar allt er tilbúið:
Smelltu á "Send" þegar allt er tilbúið