Stillingar netkorts fyrir vírað net - Windows 8

Til að tölvan geti tekið við IP tölum frá UTS í Windows 8 þá þarf að stilla netkortið eins og hér er sýnt. Þetta á t.d. við um Garðanetið.

1. Smellið á Windows takkann á lyklaborðinu eða farið með bendilinn neðst til vinstri og smellið til að komast í "Start" valmyndina.

2. Byrjið strax að skrifa "network" og veljið því næst "Settings" hægra megin á skjánum. Finnið síðan í listanum vinstra megin "Network and Sharing Center" og smellið á það.

Network and Sharing Center

3. Smelltu á "Change adapter settings" sem er að finna vinstra megin í Network and Sharing Center glugganum.

Network and Sharing Center

4. Hægrismelltu á "Local Area Connection" og veldu "Properties"

Hægrismelltu á Local Area Connection

5.Smelltu nú á "Internet Protocol Version 4" og því næst á "Properties"

Local Area Connection Properties

6.Hér þarf að ganga úr skugga um að hakað sé við "Obtain an IP address automatically" og einnig "Obtain DNS server address automatically"

Internet Protocol (TCP/IP) Properties

7. Smellið nú á "OK" og aftur "OK" og nú er netkortið tilbúið að taka við IP tölu frá UTS.