Afþjöppun zip skráa í Windows XP

Hér fyrir neðan eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að afþjappa svokölluðum Zip skrám í Windows XP.

ATH að oft eru önnur forrit sem búið er að setja inn í tölvurnar sem sjá um að afþjappa zip skrár og þá gilda þessar leiðbeiningar ekki.

1. Oft hefst ferlið á því að þið náið ykkur í þessa skrá á netinu. Hún er með endinguna .zip
Þar veljið þið að vista skjalið hjá ykkur (Save to disk og OK).

Save to disk - zip skrá

2. Þegar þið eruð búin að vista skjalið þá tvísmellið því næst á það. Opnast þá gluggi sem sýnir innihaldið í zip-möppunni, en ekki er hægt að nota innihaldið fyrr en búið er að afþjappa hana. Því smellið þið á "Extract all files". (Einnig er hægt að hægrismella á ZIP-skránna og velja "Extraxt all")

Extract all files

3. Þá opnast svokallaður "Extraction Wizard". Smellið þar á "Next".

Welcome to the Compressed (zipped) Folders Extraction Wizard

4. Hér smellið þið á "Browse" til að velja hvert þið viljið setja möppuna sem þið ætlið að afþjappa. Smellið svo á "Next".

Select a Destination

5. Afþjöppunin gæti tekið smá tíma eftir stærð skránna. Þegar tölvan er búin að afþjappa þá er gott að haka við "Show extracted files" og smella því næst á "Finish".

Extraction Complete

6. Ef þú hefur hakað við í skrefi 5 þá opnast mappan með þeim skrám sem voru afþjöppuð og er nú hægt að fara að vinna með þær.

Open folder