Vandræði með Garðanetið

Ef samband rofnar við netið á Stúdentagörðunum má athuga eftirfarandi:

  1. Umferð hefur verið takmörkuð vegna vírussmits eða mikillar umferðar. Viðkomandi fær þá tölvupóst þess efnis frá netmenn@hi.is.
  2. Hugsanlegt að vitlaus MAC addressa hafi verið skráð. Skrá þarf MAC Addressu (Physical Address) Ethernet netkortsins ekki Wireless á tölvu. Á router þarf að skrá WAN mac addressuna. Sjá nánar hér: Garðanet
  3. Setja inn Proxy þjón ef þú getur ekki vafrað út fyrir Háskólaheimasíðuna. Þetta er einnig hægt að gera ef umferð er takmörkuð (sjá lið 1). Sjá nánar hér: Proxy stillingar
  4. Ekki hafa netkortið stillt á fasta IP tölu. Sjá nánar hér: Breytilegar IP tölur (Dynamic IP addresses)
  5. Yfirfara aðrar stillingar á netkortinu. Sjá lið 3 hér: Garðanet
  6. Slökkva á Firewall td. ZoneAlarm, Norton, Trend PC-cillin því þeir stoppa oft umferð.
  7. Notast við óskaddaðan og viðurkenndan netkapal. Oft gott að prófa annan kapal til að sannreyna að hann sé ekki vandamálið.
  8. Ganga úr skugga um að viðkomandi sé skráður fyrir íbúðinni. Hægt að hafa samband við 5700800.
  9. Netkortið sé í lagi og reklar (drivers) fyrir það uppsettir.

Ef farið hefur verið yfir öll þessi atriði án árangurs er hægt að leita frekari aðstoðar í Tölvuþjónustu UTS á Háskólatorgi. Tölvuþjónustan er opin á virkum dögum kl. 8:00-16:00. Sími: 525-4222 og netfang: help@hi.is.