Eduroam fyrir iPad og iPhone

Hér er sýnt hvernig þú tengist eduroam í iPad og iPhone.

1) Fariðu á aðalsíðuna (Home Screen)

2) Smelltu á „Settings" táknið.

iPad Settings

3) Smelltu á „Wi-Fi“.

4) Athugaðu hvort ekki sé örugglega kveikt á þráðlausa netinu. Ef ekki ýttu þá á „On/Off“ takkann til að kveikja á þráðlausri tengingu. Takkinn á að sýna „On“.

5) Veldu eduroam undir „Choose a Network“. Það gæti tekið nokkrar sekúndur fyrir eduroam að birtast eftir að kveikt er á Wi-Fi.

Wi-Fi Connect

6) Settu inn fullt netfang (með @hi.is) og lykilorð, það sama og þú notar til að skrá þig inn í Uglu og smelltu svo á „Join“:
Setjið inn netfang og lykilorð og smelltu á Join

7) Smelltu á „Trust“ þegar þú færð upp þennan glugga sem spyr þig um að treysta rótatskírteininu. Þetta gæti komið tvisvar þar sem stundum eru tvö skírteini sem þarf að samþykkja:
Smelltu á Trust

7) Nú ættir þú að tengjast eduroam sjálfkrafa í hvert skipti sem eduroam er aðgengilegt. Ef þú ert beðin um notandanafn og lykilorð þá setur þú inn fullt netfang, notandanafn með @hi.is fyrir aftan og sama lykilorð og í Uglu.

Vinsamlegast leitið til Tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.