Nýr viðburður - Android

Outlook dagbókin birtist sjálfkrafa í Outlook þegar pósturinn hefur verið settur upp í því, ef þú hefur ekki gert það nú þegar er best að byrja á að setja upp HÍ póstinn í Outlook: Uppsetning á HÍ pósti í Outlook fyrir Android

1) Til að fara í dagbókina byrjar þú á að opna Outlook. Veldu dagbókarmerkið neðst til að fara í dagbókina. Þá sérðu þá viðburði sem eru á döfinni hjá þér. Þú getur valið hamborgarann efst til hægri (kassi með þremur strikum) til að breyta útliti dagbókarinnar. Til að bæta við viðburði velur þú bláa hringinn með plúsinum niðri í hægra horninu:
Smellið á dagbókarmerki til að sjá dagbókina. Smellið á plúsinn til að búa til nýjan viðburð.

2) Ef þú ert að nota dagbókina í fyrsta skipti getur verið að tækið spyrji hvort þú viljir veita hugbúnaðinum aðgang að tengiliðum. Veldu „Allow“:
Veldu allow

3) Settu titil á viðburðinn. Þú getur svo bætt fólki á viðburðinn. Settu inn dagsetningar og tíma. Ef fólkið sem þú býður á viðburðinn er laust á þessum tíma ætti að koma grænt notandaíkon með haki en ef einhver er upptekinn kemur rautt notandaíkon með „x“. Settu inn staðsetningu og fylltu í aðra reiti eftir þörfum. Þegar viðburðurinn er tilbúinn velur þú hakið uppi í hægra horninu til að vista:
Fylltu út viðburðinn og veldu svo hakið efst til hægri