Íslenskt villuleitartól fyrir Office 365

Til að setja inn íslenskt villuleitartól í Office pakkann þá þarf að sækja „proofing tool“ á vef Microsoft. Það er gert svona:

1) Opnaðu vafra og farðu á þessa slóð (ef uppsetningin virkar ekki prófið þá hinn tengilinn):

2) Veldu þar íslensku í listanum og smelltu síðan á „Sækja“:

Sækja proofing tool

3) Hakið við rétta skrá hér. 86 er fyrir 32 bita Office og 64 er fyrir 64 bita Office og smellið á „Next“. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert með 32 eða 64 bita Office pakka þá eru hér leiðbeiningar hvernig þú kemst að því: Office 32 eða 64 bita.

Veljið viðeigandi skrá og smellið á "Next"

4) Samykktu skilmála og smelltu „Yes“:

 Smellið hér á Yes.

5) Ef Word eða annað Office skjal er opið lokið því til að klára uppsetninguna. Smelltu svo á „OK“:

Endurræsta Word

6) Næst þegar þú opnar Word (eða önnur Office forrit) þá ætti íslenskan að vera sjálfvalin. Ef ekki þá smellið þið neðst á tungumálatakkann og veljið íslensku:

Velja íslensku