Nýr viðburður - Vefur

Viðburðir (event) eru hugsaðir sem atburðir bara fyrir ykkur. Ef þið bætið fleirum við viðburðinn breytist hann í fund. Fundarboð er betur útskýrt hér: Fundarbókun - Vafri.

1) Til að setja inn nýjan viðburð í dagatalið ferðu fyrst í dagbókina og velur svo „New“ (Nýtt) og velur „Calendar event“ (Dagbóaratvik):
Veldu "New" og svo "Calendar event"

2) Þú gefur viðburðinum nafn og setur inn staðsetningu. Setur inn dagsetningu og tíma fyrir viðburðinn. Þú getur bætt við frekari athugasemdum í stóra reitinn eða bætt við viðhengi fyrir ofan í „Attach“.

Ef þú bætir við notendum (undir people) eða setur inn fundarherbergi í staðsetningarreitinn (location) þá breytist viðburðurinn í fund. Fundarboð er betur útskýrt hér: Fundarbókun - Vafri.

Þegar viðburðurinn er tilbúinn þá smellir þú á „Save“ uppi í vinstra horninu:
Fylltu út formið og smelltu á "Save"

Nú birtist viðburðurinn í dagbókinni þinni.