Setja upp undirskrift í Outlook fyrir MacOs

Hér er sýnt hvernig þú útbýrð undirskrift (e. signature) í Outlook fyrir MacOS.

1) Opnaðu Outlook og smelltu á „Outlook“ í vinstra horni og veldu „Preferences“:
Smelltu á "Outlook" og svo "Preferences"

2) Smelltu á „Signatures“:
Smelltu á "Signatures"

3) Smelltu á plúsinn niðri í vinstra horni til að búa til nýja undirskrift. Tvísmelltu svo á nafnið á henni til að búa til nýtt nafn fyrir undirskriftina. Skrifaðu svo undirskriftina þína í „Signature“ gluggann. Veldu síðan aðganginn þinn undir „Account“. Veldu síðan nafnið á undirskriftinni sem þú varst að búa til „New messages“ og „Replies/forwards“. Eins og þið sjáið að þá er hægt að hafa mismunandi undirskrift fyrir venjulegan póst og svo fyrir „Replies/forwards“ póst.

Starfsfólk ATH að fylgja eftir þeim stöðlum sem HÍ gefur. Hér má finna undirskriftir fyrir starfsfólk HÍ sem hægt er að afrita og þá bara breyta nafni, titli o.s.frv.: Hönnunarstaðall - Undirskriftir:
Bættu við undirskriftinni þinni

4) Lokaðu nú glugganum.