Outlook 365 í Thunderbird

Thunderbird skortir Exchange stuðning þannig að stilla þarf Thunderbird með IMAP stillingu. Með IMAP getur þú einungis fengið aðgang að tölvupóstinum þínum. Þú færð ekki aðgang að dagbók, tengiliðum eða verkefnum (tasks).

Við mælum því ávallt með því að notendur noti Outlook hugbúnaðinn þar sem hann inniheldur mikið af möguleikum sem tengja allan hugbúnað Office 365 saman, eins og aðgang að dagbók, tengiliðum, að búa til hópa, deila skjölum og bóka fundarherbergi allt á sama staðnum. En margir velja að notast við annan hugbúnað og hér eru leiðbeiningar hvernig þið setjið HÍ póstinn upp í Thunderbird.

1) Opnaðu Thunderbird, smelltu á „Tools“ og veldu þar „Account settings“:
Smellið á "Tools" og veljið "Account Settings"

2) Smelltu á „Account Actions“ og veldu „Add Mail Account“:
Smelltu á "Account Actions" og veldu "Add Mail Account"

3) Fylltu inn eftirfarandi:

 • Your name: Nafnið þitt eins og móttakandi mun sjá það
 • Email address: Settu hér inn þitt netfang (notandanafn@hi.is)
 • Password: Settu hér inn lykilorðið þitt. Það sama og í þú notar í Uglu og vefpóst
 • Remember password: Merktu hér við ef þú vilt að tölvan muni lykilorðið. Þá þarftu ekki að gefa það upp í hvert skipti sem Thunderbird er ræst

Smelltu því næst á „Continue“:
Fyllið inn upplýsingar sem beðið er um og smellið á "Continue"

4) Mikilvægt er að velja hér „IMAP“. Nú leitar forritið af stillingum fyrir póstinn en þær stillingar sem finnast eru rangar. Þú þarft því að smella á „Manual config“:
Veldu "IMAP" og smelltu á "Manual config"

5) Hér þarf að fylla í alla reiti og mikilvægt að gera það rétt.

 • Incoming
  • IMAP
  • Server hostname: outlook.office365.com
  • Port: 993
  • SSL: SSL/TLS
  • Authentication: Normal password
 • Outgoing
  • SMTP
  • Server hostname: smtp.office365.com
  • Port: 587
  • SSL: STARTTLS
  • Authentication: Normal password
 • Username
  • Incoming: þitt netfang (með @hi.is)
  • Outgoing: þitt netfang (með @hi.is)

Smelltu svo á „Done“ þegar þú ert búin(n) að fylla í alla reiti:
Settu inn þær stillingar sem beðið er um og smelltu á "Done"

6) Smelltu nú á „OK“:
Smelltu á "OK"

Nú á pósturinn að vera uppsettur og eftir nokkrar sekúndur ætti HÍ pósturinn að sjást. Það gæti þó tekið einhvern tíma fyrir allar möppur og allan póst að birtast þarna undir ef um stór pósthólf er að ræða: