Eduroam fyrir MacOS 10.11 og eldra

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í MacOS.

ATH: Þessa skrá er einungis hægt að keyra á MacOS stýrikerfi 10.7 - 10.11. Ef þú ert með 10.6 stýrikerfi þá mælum við með því að uppfæra ókeypis í 10.9 í App Store. Ef ekki gengur að nota leiðbeiningarnar hér að neðan eða þið eruð með eldra stýrikerfi þá getið þið sett upp eduroam handvirkt með því að fylgja eftir leiðbeiningum hér: Handvirkar leiðbeiningar fyrir MacOS

Munið að nota ávallt fullt netfang þegar þið tengist eduroam (með @hi.is).

Stillingar settar inn:

1) Byrjið á því að sækja uppsetningarskránna hér:
Sækja skrá

2) Þegar þú ýtir á eduroam uppsetningarskránna fyrir Mac OS birtist "Profiles" gluggi. Ýttu á "continue":

3) Hér þarftu að setja inn allt HÍ tölvupóstfangið þitt í Username og lykilorðið þitt, það sama og þú notar á uglu, í Password og ýtir á "Install":

4) Þú gætir verið beðin um lykilorð, settu inn admin lykilorðið fyrir tölvuna þína:

5) Þá er uppsetningunni lokið og þú ættir að tengjast eduroam hér eftir:

Tengja við eduroam:

Þegar þú ert búin(n) að gera stillingarnar hér að ofan og ert mætt(ur) með tækið í byggingu þar sem eduroam er aðgengilegt (Hvar sem er í heiminum) að þá tengir þú tækið þitt svona:

6) Smelltu á WiFi íkonið efsti til hægri á vélinni þinni. Kveiktu á þráðlausa sambandinu ef það er slökkt. Veldu svo "eduroam":
Choose eduroam

7) Sláðu inn fullt póstfang og sama lykilorð í Uglu og vefpóst. Mundu að nota fullt póstfang með @hi.is.
Hakaðu við "Remember this network" ef þú vilt að vélin muni eftir þessari tenginu og tengist sjálfkrafa næst þegar eduroam er aðgengilegt. Smelltu því næst á "Join":
Type in your email address and password

8) Nú ætti vélin að vera tengd eduroam. Ef þú ert beðin(n) um notandanafn og lykilorð mundu þá að nota netfangið þitt (notandanafn@hi.is) og svo sama lykilorð og þú notar í Uglu.

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.