Reglur og sjálfvirkt svar

Stundum þarf að setja reglur, sjálfvirkt svar eða breyta öðrum stillingum í sameiginlegum pósthólfum. Hægt er að fara beint inn á sameiginlegt pósthólf á vefnum með því að fara á slóðina http://outlook.hi.is/sharedmailbox@hi.is/ Athugið að breyta verður sharedmailbox@hi.is í það netfang sem er á sameiginlega pósthólfinu. Þið skráið ykkur inn með HÍ netfanginu ykkar og lykilorði og þá eruð þið komin inn á sameiginlega pósthólfið og getið breytt stillingum.

 

Önnur leið er að fara inn á outlook.hi.is:

1) Farðu upp í hægra hornið og ýttu á nafnið þitt og "Open another mailbox"

 

2) Skrifaðu inn netfangið á sameiginlega pósthólfinu eða nafnið og ýttu á "Open". Þá ættirðu að vera komin inn á sameiginlega pósthólfið.

 

Hér er að finna leiðbeiningar:

Hvernig á að setja reglur um að flokka póst í möppur

Hvernig á að setja orlofssíu