Eduroam fyrir Android

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í Android tæki. Það getur þó verið misjafnt eftir símaframleiðanda hvernig útlitið á þessu og ferlið er nákvæmlega. Hér að neðan er sýnt hvernig þetta er í Samsung - Android 12.

Sækja rótarskírteini (vottorð):

1) Byrjið á því að sækja rótarskírteinið með því að smella á takkann hér að neðan (þetta þarf að gerast í tækinu sem á að tengja við eduroam):
Sækja skrá

2) Ef þú færð þessi skilaboð þá fylgið leiðbeiningum hér að neðan. Ef ekki að þá getur þú farið beint í skref 9.
Install CA certificates in Settings

3) Opnaðu stillingar (settings):
Opnið stillingar (settings)

4) Smelltu á leit í stillingum (settings):
Smelltu á leit í stillingum

5) Letaðu að CA certificate og smelltu á „CA certificates“:
Letaðu að CA certificate

6) Smelltu á Wi-Fi certificate:
Smelltu á Wi-Fi certificate

7) Veldu „Download“ möppuna en þar ætti skráin að vera sem þú sóttir hér efst:
Veldu Download möppuna en þar ætti skráin að vera sem þú sóttir hér efst

8) Merktu við „certymccert.cer“ sem er skráin sem þú sóttir og smellru á „Done“. Gefðu síðan þessu skírteini nafn. T.d. „HÍ cert“:
Merktu við certymccert.cer gefðu því nafn og smelltu á OK

Til að geta notað HÍ rótarskírteinið þá þarf að læsa símanum með pin-númeri eða mynstri.

 

Tengja við eduroam:

 

9) Opnaðu Wi-Fi yfirlitið með því að ýta á (og halda inni í ca. 2 sekúndur) Wi-Fi íkonið:
Opnaðu Wi-Fi yfirlitið

10) Veldu eduroam sem birtist í listanum yfir aðgengileg net:
Veldu eduroam

11a) Fylltu út í formið með eftirfarandi upplýsingum:

  • Identity: HÍ netfangið þitt (notandanafnið þitt með @hi.is fyrir aftan)
  • Password: HÍ lykilorðið
  • CA certificate: Smelltu hér og veldu það skírteini sem þú vistaðir í skrefi 8 eða veldu „UTS-AD-CA“

Smelltu á „View more“:
Fylltu út í formið

11b) Kláraðu að fylla inn í formið og smelltu á „Connect“:

  • Domain: hi.is
  • Anonymous identity: HÍ netfangið þitt (notandanafnið þitt með @hi.is fyrir aftan)

Svona á formið að líta út áður en smellt er á „Connect“:
Kláraðu að fylla inn í formið og smelltu á Connect

Nú ætti tækið þitt að vera tengt eduroam.

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.