Að gera upptökur úr Teams aðgengilegar í Canvas

Þegar kennari er með upptöku á Stream sem nemendur í námskeiði eða hluti nemenda hefur ekki aðgang að er hægt að fylgja þessum leiðbeiningum til að koma upptökunni inn á Panopto svo allir nemendur hafa aðgang að henni.

 

1)  Farið inn á office.hi.is og veljið þar Stream

 

2) Smellið á "My content" og "Videos" 

 

3) Smellið á punktana þrjá fyrir aftan upptökuna sem þið viljið færa og veljið "Download video"

 

4) Farið inn á Canvas vef námskeiðsins og veljið "Panopto Video", smellið á "Create" og "Upload media"

 

5) Farið í File explorer og Downloads möppuna og dragið upptökuna þaðan og inn í Canvas. Önnur leið er að smella á gluggann í Canvas og finna upptökuna.

 

6) Þegar stendur "Upload complete" má loka glugganum með því að smella á "X"

 

7) Þá sjáið þið upptökuna undir Panopto Video á námskeiðinu í Canvas ásamt öllum nemendum námskeiðsins