Útlit og almennar stillingar í dagbók - Windows

Outlook dagbókin birtist sjálfkrafa í Outlook þegar pósturinn hefur verið settur upp í því, ef þú hefur ekki gert það nú þegar er best að byrja á að setja upp HÍ póstinn í Outlook: Uppsetning á HÍ pósti í Outlook fyrir Windows 10

Útlit

Til að fara í Outlook dagbókina smellir þú á litla dagbókarmerkið niðri í vinstra horninu í Outlook. Hægt er að stilla útlit dagbókarinnar með tökkunum í „Go To“ og „Arrange“. Hér vel ég að sjá næstu sjö daga en best er að prófa sig áfram til að sjá hvað hentar manni best:
Veljið hvernig sýn þið viljið á dagatalið ykkar

 

Annað sem gott er að vita

Ef þú vilt sjá dagbók og næstu viðburði hjá þér í flýti getur þú stoppað bendilinn yfir dagbókarmerkinu án þess að smella á það og þá birtist gluggi með næstu viðburðum:
Hvílið bendilinn yfir dagatalsíkoni til að sjá næstu viðburði

Einnig getur þú fest dagbókina inn í póstviðmótinu svo þú sjáir það alltaf á sama tíma og póstinn. Það er gert með því að velja „View“ flipann, smella á „To-Do Bar“ og velja „Calendar“ þar. Þá birtist dagatal með næstu viðburðum hægra megin:
Sjá dagatal hægra megin við póstinn