Stofna nýjan hóp

Svona eru hópar búnir til. Þessar leiðbeiningar eru fyrir Teams en hægt er að stofna hópa á fleiri stöðum en við mælum með þessari leið.

1) Opnaðu Teams (forrit eða í vafra)

2) Veldu fyrst „Hópar“ á stikunni lengst til vinstri. Smelltu svo á tengilinn „Ganga í eða búa til hóp“. Hann er staðsettur neðst til vinstri eða efst til hægri (eftir því hvaða sýn þú ert með á hópunum):
Smellið á búa til hóp

3) Smelltu því næst á „Búa til hóp“:
Smelltu á "Búa til hóp"

4) Fylltu nú vel út í alla þá reiti sem hér eru.

  • Heiti hóps: Nafn á hópnum. ATH að hafa það mjög skýrt og lýsandi. T.d. „Starfsmannafélag“ eða „Nemendafélag“ mundi ekki vera mjög lýsandi því allir í HÍ munu geta séð þetta nafn (þó þeir hafi ekki aðgang að hópnum) og þá er vonlaust að vita hvaða félag er um að ræða.
  • Lýsing: Settu hér inn lýsingu á hópnum. Gott er að hafa hana skýra svo notendur átti sig á tilgangi þessa hóps.
  • Persónuvernd: Hægt er að velja um tvær tegundir af hópum. Lokaður eða Opinn. Í flestum tilvikum ertu að útbúa hóp fyrir ákveðinn hóp en ekki fyrir allt háskólasamfélagið. Veldu því hér „Lokaður...“. Ef þú velur „Opinn“ þá munu allir í HÍ hafa aðgang að hópnum.
  • Búðu til hóp með því að nota fyrirliggjandi hóp sem sniðmát: Hér getur þú búið til hóp byggðan á öðrum hóp sem þú ert eigandi að. Þannig getur þú t.d. valið um að flytja meðlimi, flipa, rásir ofl. með þegar nýr hópur er búinn til.
  • Búa til hóp úr fyrirliggjandi Office 365-hópi: Smelltu hér ef hópurinn er til fyrir (búinn til á öðrum stað) og þið viljið bara bæta honum inn í Teams.

Smelltu loks á „Áfram“ þegar þú hefur fyllt í alla reiti:
Settu inn þær upplýsingar sem beðið er um og smelltu á "Búa til"

 

5) Í þessu skrefi ert þú beðin(n) um að bæta meðlimum í hópinn.

  • Skrifaðu nafn eða netfang viðkomandi og veldu rétta aðila í listanum sem kemur upp. Þú getur sett marga notendur á stikuna áður en þú smellir á „Bæta við“.
  • Meðlimir birtast svo fyrir neðan stikuna. Þar getur þú valið hvort viðkomandi eigi að vera „Eigandi“ eða bara „Meðlimur“. Gott er að venja sig á að hafa allavega tvo eigendur að hverjum hóp.
  • Þegar þú ert búinn að bæta öllum við sem eiga að vera í hópnum smellir þú á „Loka“. Þú getur einnig sleppt því að bæta við notendum að þessu sinni og smellt beint á „Loka“ án þess að bæta við notendum. Getur gert það hvenær sem er síðar:

Bættu notendum við hópinn og smelltu á "Bæta við"

5) Þá er hópurinn tilbúinn. Þú getur smellt á punktana þrjá við hliðina á nafni hópsins til að fá upp ýmsa möguleika fyrir hópinn, eins og að bæta við meðlimum, breyta og stjórna:
Hópurinn er tilbúinn