Stofna nýjan hóp

Svona eru hópar búnir til. Þessar leiðbeiningar eru fyrir Teams en hægt er að stofna hópa á fleiri stöðum en við mælum með þessari leið.

1) Opnaðu Teams (forrit eða í vafra)

2) Smelltu á Stofna Teymi og fylltu út reitina:

Titill er nafnið á hópnum. ATH að hafa titilinn skýran og lýsandi, t.d. „Starfsmannafélag“ eða „Nemendafélag“ mundi ekki vera mjög lýsandi því allir í HÍ munu geta séð þetta nafn (þó þeir hafi ekki aðgang að hópnum) og þá er vonlaust að vita hvaða félag er um að ræða. 

Tegund getur annað hvort verið Teymi Gestir - HI eða Teymi Innri - HI, veldu það sem við á:

  • Teymi Gestir - HI velurðu ef þú þarft að geta boðið utanaðkomandi gestum í teymið sem ekki eru í Menntaskýinu
  • Teymi Innri - HI velurðu ef þú vilt ekki að utanaðkomandi gestum geti verið boðið í teymið, t.d. af öryggisástæðum

Lýsing: Settu hér inn lýsingu á hópnum. Gott er að hafa hana skýra svo notendur átti sig á tilgangi þessa hóps.

Hafðu hakað í „Virkja Teams“ nema þú viljir ekki að teymið stofnist einnig í Teams.

Smelltu á „Stofna“ til að stofna teymið, það getur tekið nokkrar mínútur að stofnast

 

3) Þá ættirðu að sjá nýja teymið þitt undir hópar á Teams

 

4) Þú getur smellt á punktana 3 til að stilla hópinn, t.d. að bæta aðilum í hópinn, bæta við rás og fleira