Setja upp undirskrift í Outlook fyrir Windows 10

Hér er sýnt hvernig þú útbýrð undirskrift (e. signature) í Outlook fyrir Windows 10. Myndband af þessu ferli er að finna neðst á síðunni.

1) Til að festa undirskrift á pósta í Outlook smelltu á „New Email“:
Smelltu á "New Email"

2) Smelltu því næst á „Signature“ og veldu „Signatures....“
Veljið "Signatures" undir "Signature"

3) Smelltu á „New“:
Smelltu á "New"

4) Gefðu undirskriftinni eitthvað nafn og smelltu á „OK“:
Gefðu undirskriftinni nafn og smelltu á "OK"

5) Ef þú ert með fleiri en einn reikning þarftu að velja fyrir hvaða reikning undirskriftin á að vera undir „E-mail account“. Einnig þarf að velja hvort þú viljir að undirskriftin birtist í nýjum póstum og/eða svörum og áframsendingum, þá er breytt úr (none) yfir í nafnið sem þú gafst undirskriftinni í „New messages“ og/eða „Replies/forwards:“. Þú getur haft mismunandi undirskriftir og oft gott að hafa einfaldari undirskriftir í „Replies/forwards:“.

Ef þú hefur (none) í báðum reitum mun undirskriftin ekki birtast sjálfkrafa en þú getur valið hana á einfaldan hátt með „Signature“ takkanum (sjá skref 2).

Þú skrifar svo undirskriftina þína í stóra reitin og breytir letri og stærð eftir smekk. Ef þú vilt bæta við mynd ýtirðu á myndatakkann. Starfsfólk ATH að fylgja eftir þeim stöðlum sem HÍ gefur. Hér má finna undirskriftir fyrir starfsfólk HÍ sem hægt er að afrita og þá bara breyta nafni, titli o.s.frv.: Hönnunarstaðall - Undirskriftir:

Smellið svo á „OK“ þegar undirskriftir eru klárar:
Settu inn undirskrift

6) Næst þegar þú skrifar nýjan póst ætti undirskriftin að birtast í honum:
Undirskrift tilbúin

 

Hér að neðan er myndskeið frá Microsoft sem sýnir hvernig þú setur inn undirskrift. Hér getur þú fundið enn fleiri myndskeið um Outlook: Outlook video training