SPSS í Windows Virtual Desktop

Þessar leiðbeiningar eru fyrir þá sem fengið hafa aðgang að SPSS í gegnum Virtual Desktop og virka ekki fyrir aðra. Vanti þig aðgang talaðu við rekstrarstjóra þíns sviðs.

Til að tengjast við SPSS í Windows Virtual Desktop í Windows farðu inn á síðuna: https://docs.microsoft.com/en-us/azure/virtual-desktop/connect-windows-7-10

Um er að ræða takmarkað magn samtímaleyfa og því komast ekki allir að á sama tíma, sýnið tillitssemi og skráið ykkur út af SPSS þegar þið eruð hætt að nota það. 

 

1) Veljið Windows 64-bit

 

2) Smellið á "Next" þegar þessi gluggi birtist

 

3) Hakið í "I accept the terms in the License Agreement" og smellið því næst á "Next"

 

4) Veljið annan möguleikann og smellið á "Install"

 

5) Smellið á "Finish"

 

6) Smellið á "Subscribe". Ef þið lendið í vandræðum með Subscribe leiðina getið þið líka valið "Subscribe with URL" og þá er URLið: https://rdweb.wvd.microsoft.com/api/arm/feeddiscovery 

 

7) Veljið reikning, smellið á "Use another account" ef HÍ reikningurinn er ekki sjálfgefin. Þið skráið ykkur inn með HÍ netfanginu, notandanafnið ykkar með @hi.is fyrir aftan og Uglu lykilorðinu.

 

8) Tvísmellið á "Skjáborð fyrir SPSS"

 

9) Smelltu á "More choices" og "Use different account" ef HÍ reikningurinn er ekki sjálfgefin, hér verður þú að skrá þig inn með HÍ netfanginu og Uglu lykilorðinu, pin, fingrafar og slíkt virkar ekki, hakaðu í "Remember me" og að lokum á "OK"

 

10) Þá opnast skjáborð þar sem þú kemst í SPSS og OneDrive. Til að opna SPSS skjölin þín þurfa þau að vera inn á þínu HÍ OneDrive.

 

Leitið til tölvuþjónustunnar ef þið lendið í einhverjum vandræðum með uppsetninguna.