Software center

Ef þú ert í domain leiguvél í eigu UTS geturðu farið í Software center til að ná í ýmsan hugbúnað. Ef hugbúnaðurinn sem þig vantar er ekki til staðar í Software center hafðu samband við okkur á help@hi.is eða gegnum þjónustugáttina á hjalp.hi.is

 

1) Þú finnur Software Center með því að skrifa Software center inn í leitina í Windows, niðri í vinstra horninu. Smelltu á það til að opna. 

 

2) Undir "Applications" finnurðu þann hugbúnað sem er í boði og getur smellt á það sem þig vantar.