Ný fundarbókun út frá pósti - Windows

Þegar þú opnar póst og vilt bóka fund út frá þeim pósti þar sem allir sem fengu póstinn fá fundarboð að þá er það einfalt. Svona gerir þú það í Windows:

1) Í póstviðmótinu í outlook í Home flipanum geturðu gert fundarboð út frá pósti, veldu póstinn og ýttu á „Meeting“:
Veldu "Meeting" til að útbúa fundarboð

2) Nú fara  allir sjálfkrafa sem pósturinn var sendur á í fundarboðið og hægt er að bæta við fleirum (eða fjarlægja) með því að skrifa nöfn eða netföng þeirra í „To“ reitinn eða smellt á „To“. Þú gætir viljað breyta „Subject“ og bæta inn staðsetningu í „Location“. Þú breytir dagsetningunni og tímanum eða notar „Room Finder“ hægra megin ef fundurinn fer fram í fundarherbergi í HÍ og bókar fundarherbergið í leiðinni. Síðan geturðu bætt við skilaboðum til fundargesta í stóra reitinn. Þú smellir svo á „Send“ til að senda fundarboðið. Fundurinn fer þá inn í dagatalið þitt og annarri sem boðaðir eru á fundinn um leið og þau hafa samþykkt boðið:
Fylltu út fundarboðið og smelltu á "Send"

Hér má lesa nánar um fundarbókanir: Fundarbókun - Windows 10