Uppsetning í gegnum cat.eduroam.org

Uppsetningaskrár sem er að finna fyrir eduroam á rhi.hi.is eru allar fyrir Háskóla Íslands. Ef þið þurfið að sækja uppsetningaskrár fyrir aðra skóla eða uppsetningaskráin virkar ekki að einhverri ástæðu þá er hér hægt að nálgast þessar skrár á alþjóðlegri síðu eduroam: https://cat.eduroam.org/

 

1) Ýtt er á takkann: "eduroam user download your eduroam installer".

 

2) Þá poppar upp gluggi og í honum er ýtt á "The University of Iceland". Ef "The University of Iceland" kemur ekki inn sjálfkrafa má nota leitina í þessum glugga.

 

3) Næst þarftu að ýta á þann takka sem samræmist þínu stýrikerfi (Hvaða stýrikerfi er ég með?). Þá nær tölvan í uppsetningarskránna.

 

4) Opnið skránna og fylgið þeim skrefum sem þar er að finna. Leiðbeiningar er að finna hér (Sleppið þeim skrefum sem snúa að því að sækja uppsetningarskránna þar sem þið eruð búin að því): Sjálfvirk uppsetning á eduroam