Fundarbókun - Windows 10

1) Þegar þú stofnar fund er best að velja „New Meeting“:
Smellið á "New Meeting"

2) Nú opnast glugginn þar sem fundurinn er búinn til. Byrjum á því að bæta við fundargestum. Það eru nokkrar leiðir. Þú getur byrjað að skrifa nafn viðkomandi í „To“ reitinn. Ef viðkomandi er í tengiliðabókinni þinni (e. Contacts) ætti hann að birtast þegar þú byrjar að skrifa nafn eða netfang viðkomandi. Í „Subject“ gefur þú fundinum nafn. Í „Location“ setur þú inn staðsetningu og velur svo dagsetningu og tíma fyrir viðburðinn.:
Settu inn þá sem á að bjóða á fund

ATH ef þú vilt nota tímasetningarráðgjafann (Scheduling Assistant) til að sjá hvort herbergi og fundargestir séu lausir þá smelltu hér til að halda áfram: Tímasetningarráðgjafi - Windows

3) Þú getur einnig smellt á „To“ reitinn (sjá mynd í skrefinu hér að ofan) og þá opnast þessi gluggi hér að neðan. Hér er listi yfir alla notendur HÍ. Byrjið að skrifa nafn viðkomandi og veljið svo viðkomandi í listanum (hægt er að sjá netfang viðkomandi lengra til hægri á listanum) og smellið svo á „Required“ ef viðkomandi verður að vera á fundinum eða „Optional“ ef viðkomandi hefur val um hvort hann mæti eða ekki. Þá bætist viðkomandi í reitnum hægra megin við takkann. Hægt er að endurtaka þetta eins oft og þarf þar til búið er að setja alla inn sem eiga að vera á fundinum. Þá er smellt á "OK“:
Leitið að fundargestum og bætið við

4) Hægra megin birtist  „Room Finder“. Ef þú ert að bóka fund í fundarherbergi HÍ getur þú notað „Room Finder“ til að bóka herbergið í leiðinni. Þú velur þá dagsetningu á dagatalinu og byggingu undir „Show a room list“. Þá færð þú lista yfir fundarherbergi sem eru í boði í þeirri byggingu og getur valið eitt þeirra sem er laust á fundartíma. Mundu að smella á „Send“ þegar bókunin er tilbúin. Þá fá allir þeir sem bætt var við listann póst um fundarboð sem þeir geta svo svarað beint hvort þeir komist eða ekki:
Bókið fund og veljið herbergi

5) Ef þú vilt bjóða fólki á Skype fund eða hafa það sem möguleika fyrir þá sem komast ekki á sjálfan fundinn getur þú smellt „Skype meeting“. Þá birtist tengill í upplýsingaglugganum sem sendist með fundarboðinu og fólk getur smellt á tengilinn þegar fundur er að hefjast. Þú þarft að hafa skráð þig inn á Skype for business til að geta notað þennan möguleika. Mundu að smella á „Send“ þegar bókunin er tilbúin:
Nýr Skype fundur búinn til.