Setja upp undirskrift í Outlook á vefnum

Hér er sýnt hvernig þú útbýrð undirskrift (e. signature) í Outlook í vefpóstinum.

1) Opnaðu vafra og farðu inn á outlook.hi.is

2) Smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu og svo neðarlega á „Mail“ („Póstur“ í íslensku viðmóti):
Smellið á tannhjól og svo á "Mail"

3) Smelltu svo á „Email signature“ („Undirskrift tölvupósts“) í vinstri dálkinum. Þá geturðu búið til undirskrift sem hentar. Merktu í efra hakið ef þú vilt setja undirskrift í öllum nýjum póstum og hakaðu við neðra hakið ef þú vilt einnig að undirskriftin komi þegar þú svarar og áframsendir póst. Þú skrifar svo undirskriftina þína í stóra reitin og breytir letri og stærð eftir smekk. Ef þú vilt bæta við mynd smellir þú á myndatakkann. ATH að fylgja eftir þeim stöðlum sem HÍ gefur. Hér má finna undirskriftir fyrir starfsfólk HÍ sem hægt er að afrita og þá bara breyta nafni, titli o.s.frv.: Hönnunarstaðall - Undirskriftir. Í lokin smellir þú á „Save“ efst:
Setjið inn undirskrift og smellið á "Save"