Stefna 2016-2021

Gildi

 • Notendamiðuð þjónusta
 • Fagmennska
 • Starfsgleði

Hlutverk

Hlutverk Reiknistofnunar er að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf í upplýsingatækni sem svarar þörfum háskóla á Íslandi.

Framtíðarsýn

Reiknistofnun er leiðandi í upplýsingatækni háskóla og rannsóknarstarfs á Íslandi.
Reiknistofnun vinnur í nánu samstarfi við samstarfsaðila í háskólastarfinu.
Reiknistofnun hefur faglegt sjálfstæði innan þess ramma sem stofnunin starfar í.
Reiknistofnun er kvik stofnun sem getur aðlagað starfsemi og skipulag að síbreytilegu umhverfi.
Reiknistofnun tekur mið af stefnu í alþjóðlegu vísinda- og tæknistarfi.
Reiknistofnun hefur eins lítið vistspor og mögulegt er.

Áherslur

 • Öflugt rafrænt umhverfi fyrir nám og kennslu.
 • Öflugt rafrænt umhverfi fyrir stjórnsýslu.
 • Framsækin uppbygging traustra innviða og stoðkerfis fyrir rannsóknarstarf.
 • Stuðningur við rafrænt umhverfi sem auðveldar háskólum og stofnunum þeirra að vera virkir þátttakendur í rannsóknum, atvinnulífi og samfélaginu.
 • Vera eftirsóttur og metnaðarfullur vinnustaður.
 • Að vera þjónustuveitandi sem stenst kröfur og er í takti við alþjóðleg viðmið.

Lykilmælikvarðar

Rekstur innviða

 • Upplýsingaöryggi (trúnaður, réttleiki og tiltækileiki)
 • Hlutfall búnaðar á ábyrgð framleiðanda
 • Umfremd í rekstri og þekkingu

Ráðgjöf

 • Ánægja viðskiptavina
 • Gæði þjónustu
 • Þátttaka í vísindastarfi

Sérlausnir

 • Upplýsingaöryggi
 • Ánægja viðskiptavina
 • Þátttaka í þróunarverkefnum

Mannauður og skipulag

 • Starfsánægja
 • Símenntun
 • Starfsmannavelta

Rekstur innviða

Stefna

Reiknistofnun rekur örugga, öfluga og nútímalega innviði upplýsingatækni fyrir háskóla- og rannsóknasamfélagið á Íslandi.
Reiknistofnun rekur örugga, öfluga og nútímalega innviði upplýsingatækni fyrir nám og kennslu.
Reiknistofnun hefur yfirumsjón með miðlægri tölvuþjónustu og fjarskiptakerfum sem Háskólinn nýtir í starfi sínu.
Reiknistofnun sér til þess að miðlægur búnaður sé uppfærður með reglubundnum og skilgreindum hætti.
Reiknistofnun stuðlar að samhæfingu upplýsingatæknilausna innan háskólans.
Notendur sjá hag sinn í að nota miðlægar þjónustu Reiknistofnunar til að tryggja örugga gagnageymslu, æskilegt tölvuafl og skilvirka upplýsingamiðlun.

Markmið og aðgerðir

Þjónustuvélum  er búið öruggt rekstrarumhverfi

 • Varaaflskerfi verði sett upp fyrir alla grunnþjónustuvélar.
 • Kæling í aðalvélasal verði endurhönnuð með tilliti til umfremdar.

Umfremd (e. redundancy) er í fjarskiptaleiðum

 • Allar fjarskiptaleiðir milli þjónustuvéla séu hringtengdar.

Umfremd í rekstri allra þjónustuvéla

 • Rekstur allrar grunnþjónsutu sé tvöfaldur.
 • Til staðar sé öflugt vöktunarkerfi með rekstri innviða - búnaður og mannskapur.

Umfremd í rekstrarþekkingu allra þjónusta

 • Rekstur allrar grunnþjónsutu sé á færi í minnsta kosti tveggja starfsmanna.
 • Ávallt sé til staðar nægur starfskraftur til að sinna rekstri innviðakerfa á fullnægjandi hátt.

Búnaður er endurnýajaður skipulega

 • Búnaður notanda sé endurnýjaður á 4 - 6 ára fresti.
 • Miðlægur tölvubúnaður ( netþjónar, diskar, öryggisafritunarkerfi ) sé endurnýjaður áður en ábyrgðartími framleiðanda rennur út.
 • Búnaður fylgi nýjustu tækniþróun eins og kostur er.

Opinn hugbúnaður verði notaður þar sem við á

 • Metið sé í hverju tilfelli hvort opinn hugbúnaður geti leyst gefið verkefni.

Kennslustofu- og fundarherbergjatölvur séu ávallt nothæfar

 • Hugað sé að samhæfingu vinnu aðila sem bera ábyrgð á tæknibúnaði í fundarherbergum og kennslustofum.

Skilgreina þjónustustig og setja fram þjónustuviðmið  (SLA)

 • Uppitími grunnkerfa sé að minnsta kosti 99,9%.
 • Öllum þjónustubeiðnum sé svarað innan eins vinnudags.

Ráðgjöf

Stefna

Reiknistofnun aðstoðar alla háskólaborgara í að nýta upplýsingatækni í daglegu starfi á sem skilvirkastan hátt.
Reiknistofnun er ráðgefandi við val og uppsetningu á nýjum upplýsingatæknikerfum fyrir kennslu, rannsóknir og stjórnsýslu sem hafa áhrif milli deilda og/eða sviða.
Reiknistofnun er háskólasamfélaginu til ráðgjafar í vali og hönnun á upplýsingatæknikerfum.
Reiknistofnun og rannsóknastjórar vinna saman að gerð rannsóknaumsókna vegna rannsóknarverkefna sem krefjast mikillar notkunar upplýsingatækni. Á það við val, uppsetningu og rekstur upplýsingatæknikerfa.

Markmið og aðgerðir

Notkun upplýsingatækni er samræmd og samhæfð eins og unnt er til samræmingar upplýsinga og ferla.

 • Ýtt sé undir skráningu á helstu ferlum sem krefjast notkunar upplýsingatækni.
 • Stuðlað að því að ráðgjöf Reiknistofnunar verði sett inn í innkaupaferli upplýsingatækni.

Notendur fá næga aðstoð við  skilvirka notkun á upplýsingatækni.

 • Ýtt sé undir skráningu á helstu ferlum sem krefjast notkunar upplýsingatækni.
 • Meta þörf og gera áætlun um þjálfun í notkun upplýsingatækni sem þjóna helstu ferlum.
 • Skilvirk notkun á upplýsingatækni sé kennd og upplýsingatækniþekkingu miðlað.
 • Gert ráð fyrir nægum starfskrafti til að halda úti virkri upplýsingaveitu.

Stuðalað er að framförum í notkun á upplýsingatækni og unnið  gegn stöðnun.

 • Starfsfólk sé vel þjálfað og símenntun þess tryggð.
 • Nýjusta tækni kynnt í samvinnu við starfsfólk/vísindafólk/nemendur.

Vel skilgreind þjónusta Reiknistofnunar er ávallt aðgengileg.

 • Séð til þess að þjónusta Reiknistofnunar sé ávallt vel skilgreind og kynnt.
 • Séð til þess að aðgangur að þjónustu Reiknistofnunar sé auðveldur og skýr fyrir notendur.

Reiknistofnun hefur jákvæða ímynd.

 • Starfsfólk Reiknistofnunar sýni ávallt faglega framkomu og setji sig í spor notandans.
 • Leitast sé við að uppfylla væntingar um þjónustu.
 • Reiknistofnun leggi áherslu á samvinnu við notendur.

Sérlausnir

Stefna

Reiknistofnun leysir sértæk upplýsingatækniverkefni fyrir háskólasamfélagið og notar ávallt bestu aðferðir og tækni sem standa til boða við úrlausn þeirra. Verkefni eru skilgreind og unnin í nánu samstarfi við þá hópa sem unnið er fyrir hverju sinni að því gefnu að fjármögnun sé tryggð.

Markmið og aðgerðir

Trúnaður, réttleiki og tiltækileiki er hafður að leiðarljósi við útfærslu sérlausna.

 • Starfsfólk sé vel þjálfað og símenntun þess tryggð.
 • Tæknilegt umhverfi sé í takti við nýjustu þekkingu hverju sinni.

Fylgst er með nýjungum í upplýsingatækni og leitast við að vera leiðandi.

 • Starfsfólk sé vel þjálfað og símenntun þess tryggð.
 • Stjórnendur beiti sér fyrir skapandi starfsumhverfi.
 • Háskólasamfélaginu séu kynntar nýjungar og möguleikar.

Sérlausnir Reiknistofnunar eru aðgengilegar og notendamiðaðar.

 • Starfsfólk sé vel þjálfað og símenntun þess tryggð.
 • Sérlausnir séu unnar í nánu samstarfi við verkkaupa og notendur.
 • Aðgangur að viðmótssérfræðingum sé tryggt.

Sérlausnir Reiknistofnunar styðja við samhæfingu upplýsinga og samræmingu ferla.

 • Yfirsýn yfir upplýsingatæknilausnir HÍ sé tryggð.
 • Mið sé tekið af hliðstæðum fyrirliggjandi lausnum.
 • Þarfagreining taki mið af samhæfingu upplýsinga og samræmingu ferla.

Sérsmíðuðum hugbúnaði er haldið vel við.

 • Gert ráð fyrir kostnaði við viðhald á sérlausnum.

Sérsmíði Reiknistofnunar getur hentað öllum háskólum.

 • Lausnir hugsaðar almennari.
 • Stuðlað að stærðarhagkvæmni.
 • Samstarf við stjórnvöld aukið.

Mannauður og skipulag

Stefna

Árangur Reiknistofnunar byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki. Reiknistofnun verður að vera samkeppnishæf um mannauð og það er stofnuninni kappsmál að laða til sín hæft starfsfólk. Mikilvægt er að hlúa að mannauði Reiknistofnunar með því að bjóða skipulag og starfsumhverfi sem stuðlar að velferð, jafnrétti og heilbrigði.

Markmið og aðgerðir

Starfsfólk þekki og geti haft áhrif á innri starfsemi og skipulag

 • Samskiptaáætlun mótuð og innleidd.
 • Skipulegir samskiptafundir haldnir fyrir alla stofnunina, innan deilda og starfsmannasamtöl haldin reglulega.
 • Þjónusta starfsmannasviðs og stéttafélaga kynnt.
 • Tryggt að allir starfsmenn geti komið skoðunum sínum á framfæri.

Stjórnendur geri starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur og fjölskylduábyrgð

 • Fjölskyldustefna HÍ verði virt.
 • Fjarvinna gerð möguleg þegar aðstæður krefjast.

Reiknistofnun stuðli að því að laða til sín hæft starfsfólk, þjálfa það og hvetja í starfi

 • Ávallt unnið eftir vönduðu ráðningarferli HÍ.
 • Starfsþróunaráætlun mótuð og innleidd.
 • Starfsfólki gert kleift að takast á við faglegar áskoranir.
 • Starfsfólk upplifi að það sé metið að verðleikum.
 • Faglegt starfslokaferli tryggt.

Hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna

 • Umhverfisstefnu HÍ sé fylgt.
 • Hugað sé að heilsueflandi starfsumhverfi og sveigjanleiki veittur til líkamsræktar.
 • Stutt sé við félagslíf starfsfólks.

Jafnrétti og  marg breytileiki í fyrirrúmi

 • Jafnréttisáætlun sé fylgt.
 • Lögð sé áhersla þekkingu stjórnenda og starfsfólks á jafnréttismálum og mikilvægi margbreytileika.

Áhersla lögð á að efla stjórnun og gæðaferli

 • Skipulag Reiknistofnunar sé ávallt þannig að starfsemin sé skilvirk og að ábyrgð sé skýr.
 • Verkferli séu skýr og gæði í hávegum höfð.