Prentský fyrir starfsmenn Windows 10

Athugið að ef prentskýið er þegar uppsett hjá ykkur en hætt að virka getur verið gott að byrja á að taka það út og setja svo upp aftur, hér er að finna leiðbeiningar hvernig prentskýið er fjarlægt úr tölvunni.

 

Uppsetningin er bara örfá skref:

1) Fara í starthnapp og skrifa „run“ („keyra“ í windows á íslensku) og smella á „enter“:
run

 

2) Skrifa inn slóðina \\prent.hi.is\prentsky-hi og smella á „OK“:

3) Hér þarf að setja inn auðkenningu. ATH að setja CS\ fyrir framan notandanafnið ykkar:
Setjið inn auðkenningu

4) Þá ætti tölvan að tengjast prentskýinu, þegar því er lokið ættirðu að geta prentað út. Prentun er svarthvít og báðum megin á síðu sjálfgefið ef stillingum er ekki breytt. Í fyrsta skipti sem er prentað þarf að fara að prentaranum og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru við að virkja kortið / dropann, það þarf einungis að gera í fyrst skipti sem tæki í prentskýinu er notað. Eftir það getur þú gengið að hvaða optima skýjaprentara sem er í HÍ og skjalið prentast eftir að þú hefur lagt kort eða dropa að tækinu, ef þú ert ekki með kort eða dropa er einnig hægt að skrá sig inn með uglu notandanafni og lykilorði.