IP tölur

IP addressIP tala er númer tölvunnar þinnar á netinu. Í gegnum IP töluna er ýmsum aðgangi stýrt, eins og t.d. hafa IP tölur á háskólasvæðinu aðgang að gagnasöfnum Landsbókasafnsins meðan aðrar vélar þurfa að borga fyrir þann aðgang.

Allar tölvur á netinu fá úthlutaða IP tölu og hafa engar tvær tölvur eða tæki sömu IP tölu.

Hér getur þú séð þína IP tölu: http://rhi.hi.is/ip_talan_min

Hér getur þú einnig séð IP töluna þína: http://myip.is/

Starfsfólk HÍ getur sótt um IP tölur í gegnum Uglu. Hér má sjá nánar um það ferli.